Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði um nýju leikmennina á blaðamannafundi í dag.
Chelsea eyddi 173 milljónum punda í þá Moises Caicedo og Romeo Lavia sem báðir vildu frekar fara til Chelsea en til Liverpool. Liverpool sat eftir með sárt ennið í eltingarleiknum við þá báða þrátt fyrir að hafa komist að samkomulagi um kaupverð.
Mauricio Pochettino on beating Liverpool to two signings:
— We've Won It All (@cfcwonitall) August 18, 2023
That is about the player decision that they decide to come here. It's not a competition, it's a player decision to join us. That makes us very happy.#CFC #ChelseaFC pic.twitter.com/k5w2AsTh3T
Ekvadorinn Caicedo kemur frá Brighton & Hove Albion en Belginn Lavia frá Southampton.
„Þetta var val leikmannanna sjálfra. Það var þeirra ákvörðun að koma frekar hringað,“ sagði Mauricio Pochettino á blaðamannafundinum og það var ekki að heyra annað en að hann vildi skjóta aðeins á vinnubrögð forráðamanna Liverpool.
„Þetta var engin keppni því leikmennirnir vildu frekar koma til Chelsea. Það gerir okkur mjög ánægða en þeir tala líka mjög vel um eigendurna okkar og íþróttastjórana. Þeir hrósa sérstaklega þeirra vinnubrögðum,“ sagði Pochettino.
Liverpool reyndi að stela Caicedo af Chelsea og missti síðan af Lavia sem var ekki hrifinn að vera settur til hliðar.
„Leikmennirnir völdu Chelsea af því að þeir finna að eitthvað sérstakt er að fara að gerast hér. Ég vona að þeim muni finnast þetta sérstakt,“ sagði Pochettino.
"It is fantastic bringing in the type of players with the qualities that they have"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 18, 2023
Mauricio Pochettino praises Chelsea's owners and sporting directors for the club's summer transfer business pic.twitter.com/yp67UCDiiL