Hávær orðrómur en Englendingar munu hafna öllum tilboðum Aron Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2023 17:45 Sarina Wiegman hefur verið að gera frábæra hluti með enska landsliðið Vísir/Getty Enska knattspyrnusambandið mun hafna öllum tilboðum sem kunna að berast í Sarinu Wiegman, lansliðsþjálfara kvennalandsliðsins, en orðrómur er um að bandaríska knattspyrnusambandið vilji fá hana til liðs við sig. Vlatko Andonovski hefur sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari bandaríska kvennalandsliðsins lausu eftir sögulega slakan árangur liðsins á yfirstandandi heimsmeistaramóti og er því sambandið við í þjálfaraleit. Á sama tíma hefur Wiegman verið að gera frábæra hluti með enska landsliðið undanfarin ár, gert liðið að Evrópumeisturum og nú er liðið einu skrefi frá sjálfum heimsmeistaratitlinum. Fyrir stjórnartíð sína með enska landsliðið hafði Wiegman gert landslið Hollands að Evrópumeisturum. Enska landsliðið varð Evrópumeistari á heimavelli árið 2022 Vísir/Getty Þrátt fyrir að stutt sé síðan að fréttir af afsögn Andonovski bárust er Wiegman strax orðuð við landsliðsþjálfarastarfið hjá Bandaríkjunum en framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir af og frá að hún skipti yfir. „Þessir orðrómar hafa að sjálfsögðu ekki farið fram hjá okkur,“ sagði Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins í samtali við The Guardian. „Frá okkar hlið standa málin þannig að Wiegman er með samning við okkur til ársins 2025. Hún er að gera frábæra hluti með liðið og við erum miklir stuðningsmenn hennar. Hún er þjálfari sem við viljum hafa hjá okkur til lengri tíma litið.“ Sama hvað það kostar? „Já þetta snýst ekki um peninga. Við erum mjög, mjög ánægð með hennar störf og teljum að hún sé ánægð hjá okkur. Ég hugsa að það sé svar mitt við þessu.“ Viðræður um nýjan samning enska knattspyrnusambandsins við Wiegman muni eiga sér stað að heimsmeistaramótinu loknu. Titlaóð WiegmanVísir/Getty HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Vlatko Andonovski hefur sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari bandaríska kvennalandsliðsins lausu eftir sögulega slakan árangur liðsins á yfirstandandi heimsmeistaramóti og er því sambandið við í þjálfaraleit. Á sama tíma hefur Wiegman verið að gera frábæra hluti með enska landsliðið undanfarin ár, gert liðið að Evrópumeisturum og nú er liðið einu skrefi frá sjálfum heimsmeistaratitlinum. Fyrir stjórnartíð sína með enska landsliðið hafði Wiegman gert landslið Hollands að Evrópumeisturum. Enska landsliðið varð Evrópumeistari á heimavelli árið 2022 Vísir/Getty Þrátt fyrir að stutt sé síðan að fréttir af afsögn Andonovski bárust er Wiegman strax orðuð við landsliðsþjálfarastarfið hjá Bandaríkjunum en framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir af og frá að hún skipti yfir. „Þessir orðrómar hafa að sjálfsögðu ekki farið fram hjá okkur,“ sagði Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins í samtali við The Guardian. „Frá okkar hlið standa málin þannig að Wiegman er með samning við okkur til ársins 2025. Hún er að gera frábæra hluti með liðið og við erum miklir stuðningsmenn hennar. Hún er þjálfari sem við viljum hafa hjá okkur til lengri tíma litið.“ Sama hvað það kostar? „Já þetta snýst ekki um peninga. Við erum mjög, mjög ánægð með hennar störf og teljum að hún sé ánægð hjá okkur. Ég hugsa að það sé svar mitt við þessu.“ Viðræður um nýjan samning enska knattspyrnusambandsins við Wiegman muni eiga sér stað að heimsmeistaramótinu loknu. Titlaóð WiegmanVísir/Getty
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira