Logi tók ekki bara Íslandsmeistaratitilinn með sér heim Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 09:30 Logi með Björgvinsskálina að Íslandsmótinu loknu Mynd: GSÍ/seth@golf.is Logi Sigurðsson og Ragnhildur Kristinsdóttir tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í karla- og kvennaflokki í golfi. Íslandsmótið fór fram við frábærar aðstæður á Urriðavelli í Garðabænum um nýliðna helgi en um er að ræða fyrstu Íslandsmeistaratitla Loga og Ragnhildar á ferlinum. Íslandsmeistaratitillinn var hins vegar ekki eini titillinn sem Logi hafði á brott með sér af Urriðavelli í gær því hann veitti Björgvinsskálinni viðtöku að móti loknu. Björgvinsskálin er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Skálin hefur, frá árinu 2021, verið veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni, sem varð á sínum ferli Íslandsmeistari alls sex sinnum, en árið 2021 voru 50 ár liðin frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Aron Snær Júlíusson var sá fyrsti sem fékk afhenta Björgvinsskálina eftir að hann varð Íslandsmeistari árið 2021. Það féll svo í skaut Kristjáns Þórs Einarssonar, Íslandsmeistara árið 2022 að veita Björgvinsskálinni viðtöku. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið fór fram við frábærar aðstæður á Urriðavelli í Garðabænum um nýliðna helgi en um er að ræða fyrstu Íslandsmeistaratitla Loga og Ragnhildar á ferlinum. Íslandsmeistaratitillinn var hins vegar ekki eini titillinn sem Logi hafði á brott með sér af Urriðavelli í gær því hann veitti Björgvinsskálinni viðtöku að móti loknu. Björgvinsskálin er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Skálin hefur, frá árinu 2021, verið veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni, sem varð á sínum ferli Íslandsmeistari alls sex sinnum, en árið 2021 voru 50 ár liðin frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Aron Snær Júlíusson var sá fyrsti sem fékk afhenta Björgvinsskálina eftir að hann varð Íslandsmeistari árið 2021. Það féll svo í skaut Kristjáns Þórs Einarssonar, Íslandsmeistara árið 2022 að veita Björgvinsskálinni viðtöku.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira