„Sestu niður og þegiðu“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Keane með heilræði, að hans mati, til Mohamed Salah Vísir/Getty Athæfi egypska sóknarmannsins Mohamed Salah, leikmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liverpool í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær hefur vakið athygli. Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira