Nú bendir allt til þess að miðjumaðurinn Moisés Caicedo sé á leið til Chelsea fremur en Liverpool og mun hann verða dýrasti leikmaður sem fer á milli enskra úrvalsdeildarfélaga.
Chelsea gerir afar langan samning við Caicedo og hefur verið ansi öflugt á leikmannamarkaðnum undir eignarhaldi Todd Boehly og félaga.
Klopp var spurður út í stöðu mála á blaðamannafundi eftir 1-1 jafntefli Chelsea og Liverpool í gær og þá staðreynd að Pochettino vilji fleiri leikmenn til Chelsea í yfirstandandi félagsskiptaglugga.
„Þetta er það sem knattspyrnustjórar Chelsea vilja og yfirleitt fá þeir það sem þeir vilja.“