Sænsku stelpurnar tóku japönsku hraðlestina úr sambandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 09:28 Filippa Angeldal fagnar marki sínu með liðsfélögunum í sænska landsliðinu. Getty/Buda Mendes Svíþjóð er komið í undanúrslitin á HM kvenna í fótbolta eftir 2-1 sigur á Japan í átta liða úrslitum keppninnar í dag. Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira