Luiz Felipe, leikmaður Betis, tæklaði Jóhann að aftan á groddaralega hátt. Í kjölfarið sparkaði íslenski landsliðsmaðurinn í áttina að Felipe. Það var brasilíski ítalinn ekki sáttur við því hann skallaði Jóhann og greip svo um háls hans.
'Amistoso', decían.
— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) July 28, 2023
Luiz Felipe y Gudmundsson se van a la ducha. #LaCasaDelFútbol pic.twitter.com/FuLMqfwBfG
Upp úr því hófust mikil læti á milli leikmanna og starfsmanna liðanna. Að lokum voru báðir leikmenn réttilega reknir af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir það var sök Felipe vægast sagt meiri en Jóhanns sem slapp blessunarlega við meiðsli.