30 laxa dagur í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2023 13:49 Það er alls ekki rólegt á öllum vígstöðvum í laxveiðinni en þeir sem hafa verið við bakkann á Jöklu síðustu daga eru heldur betur kátir. Veiðin í Jöklu var komin í 325 laxa þegar vikutölurnar voru teknar saman en það er góður stígandi í veiðinni þar. Við greindum frá því að 24. júlí hafi verið góður dagur í Jöklu þegar 27 löxum var landað á einum degi og þykir það bara mjög gott á átta stangir. Það var greinilega ekki nóg fyrir veiðiþyrsta laxveiðimenn því þetta verð bara betra þegar 30 löxum var landað 26. júlí. Það er mjög góður gangur í veiðinni í Jöklu og nú vonast veiðimenn til að áin, sem á stutt í yfirfall, dragi það á langinn eins og kostur er til að taka vel á móti næstu hópum. Hrein, tær og full af laxi í tökustuði. Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði
Veiðin í Jöklu var komin í 325 laxa þegar vikutölurnar voru teknar saman en það er góður stígandi í veiðinni þar. Við greindum frá því að 24. júlí hafi verið góður dagur í Jöklu þegar 27 löxum var landað á einum degi og þykir það bara mjög gott á átta stangir. Það var greinilega ekki nóg fyrir veiðiþyrsta laxveiðimenn því þetta verð bara betra þegar 30 löxum var landað 26. júlí. Það er mjög góður gangur í veiðinni í Jöklu og nú vonast veiðimenn til að áin, sem á stutt í yfirfall, dragi það á langinn eins og kostur er til að taka vel á móti næstu hópum. Hrein, tær og full af laxi í tökustuði.
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði