Fór af velli með samfallið lunga þegar Man. United tapaði 3-1 á móti Wrexham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2023 11:31 Paul Mullin, aðalmarkaskorari Wrexham, fékk slæmt högg og endaði leikinn upp á sjúkrahúsi. Getty/Matthew Ashton Manchester United tapaði 3-1 á móti Wrexham í æfingarleik í Bandaríkjunum í nótt sem eru úrslit sem vissulega stinga í augun. Wrexham er nýkomið upp í ensku D-deildina og hefur verið í stórsókn síðan að Hollywood eigendurnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust félagið. REPORT | Wrexham 3-1 Manchester UnitedElliot Lee, Aaron Hayden and Sam Dalby contributed to the victory in front of a record crowd at the Snapdragon Stadium. #WxmAFC | #WxmUSTour— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Það fylgir þó sögunni að lið Manchester United í nótt var skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Eldri og reyndari leikmenn hópsins höfðu farið áfram á undan til Texas þar sem æfingaferðin heldur áfram með leik á móti Real Madrid á morgun. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, horfði á leikinn en það ólíklegt að margir ungir leikmenn hafi náð að sanna sig fyrir honum í nótt. Reynsluboltinn Jonny Evans reyndi að hjálpa til en árangurs. Ten Hag sagði við MUTV að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með leikinn en að ungu leikmennirnir þyrftu að læra af þessu. Paul Mullin, leikmaður Wrexham, fór af velli með samfallið lunga eftir samstuð við Nathan Bishop, markvörð Manchester United. Mullin skoraði 46 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Your Snapdragon Cup champions, Wrexham AFC! #WxmAFC | #WxmUSTour pic.twitter.com/eK9R1WAP0R— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Ryan Reynolds, þekktari Hollywood eigandi Wrexham, gat ekki mætt á leikinn en þar var aftur á móti kollegi hans Rob McElhenney. Leikurinn fór fram á Snapdragon Stadium í Kaliforníu og var uppselt á leikinn. 34.248 mættu á leikinn. Elliot Lee, Aaron Hayden og Sam Dalby skoruðu mörk Wrexham en Marc Jurado minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Hinn átján ára gamli Dan Gore fékk síðan rautt spjald í byrjun síðari hálfleiks og lék United því manni færri langstærsta hluta hans. An update from SPM, we re all behind you Mulls! #WxmAFC | #WxmUSTour pic.twitter.com/WGMYnHcdqd— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Wrexham er nýkomið upp í ensku D-deildina og hefur verið í stórsókn síðan að Hollywood eigendurnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust félagið. REPORT | Wrexham 3-1 Manchester UnitedElliot Lee, Aaron Hayden and Sam Dalby contributed to the victory in front of a record crowd at the Snapdragon Stadium. #WxmAFC | #WxmUSTour— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Það fylgir þó sögunni að lið Manchester United í nótt var skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Eldri og reyndari leikmenn hópsins höfðu farið áfram á undan til Texas þar sem æfingaferðin heldur áfram með leik á móti Real Madrid á morgun. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, horfði á leikinn en það ólíklegt að margir ungir leikmenn hafi náð að sanna sig fyrir honum í nótt. Reynsluboltinn Jonny Evans reyndi að hjálpa til en árangurs. Ten Hag sagði við MUTV að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með leikinn en að ungu leikmennirnir þyrftu að læra af þessu. Paul Mullin, leikmaður Wrexham, fór af velli með samfallið lunga eftir samstuð við Nathan Bishop, markvörð Manchester United. Mullin skoraði 46 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Your Snapdragon Cup champions, Wrexham AFC! #WxmAFC | #WxmUSTour pic.twitter.com/eK9R1WAP0R— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023 Ryan Reynolds, þekktari Hollywood eigandi Wrexham, gat ekki mætt á leikinn en þar var aftur á móti kollegi hans Rob McElhenney. Leikurinn fór fram á Snapdragon Stadium í Kaliforníu og var uppselt á leikinn. 34.248 mættu á leikinn. Elliot Lee, Aaron Hayden og Sam Dalby skoruðu mörk Wrexham en Marc Jurado minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Hinn átján ára gamli Dan Gore fékk síðan rautt spjald í byrjun síðari hálfleiks og lék United því manni færri langstærsta hluta hans. An update from SPM, we re all behind you Mulls! #WxmAFC | #WxmUSTour pic.twitter.com/WGMYnHcdqd— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira