Þetta var annar leikur Liverpool á undirbúningstímabilinu en liðið vann 4-2 sigur á Karlsruher SC í fyrsta leiknum.
It ends level against Greuther Fürth. pic.twitter.com/KA4mdKPcBo
— Liverpool FC (@LFC) July 24, 2023
Liverpool komst í 1-0 með marki Luis Díaz eftir stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold í fyrri hálfleiknum.
Greuther Fürth jafnaði metin í upphafi seinni en tvö mörk frá Darwin Núnez, eftir stoðsendingar frá Mohamed Salah, komu Liverpool liðinu yfir í 3-1 þegar hálftími var eftir.
Leikmenn Greuther Fürth náði að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla og komast yfir í leiknum. Það stefndi því í tap hjá Liverpool á móti þýsku neðri deildarliði.
Mohamed Salah bjargaði andliti Liverpool manna með því að jafna metin á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Núnez.
Næsti æfingarleikur Liverpool er á móti Leicester City í Singapúr eftir sex daga.
Lovely skill from Darwin before a composed finish pic.twitter.com/cEm0omjMNw
— Liverpool FC (@LFC) July 24, 2023
Elliott Salah Nunez pic.twitter.com/UFfzrjqZ75
— Liverpool FC (@LFC) July 24, 2023