Liverpool að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 14:00 Jordan Henderson og Fabinho hafa lagt línurnar á miðju Liverpool undanfarin ár en eru núna á förum. Getty/Will Palmer Liverpool mætir með mjög breytt lið til leiks á komandi tímabili og þá einkum á einum stað á vellinum. Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjá meira
Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjá meira