Mark Gabriels Jesus var einkar laglegt en hann var fljótur að hugsa og lyfti boltanum á skemmtilegan hátt yfir markvörð MLS-liðsins og í markið.
Markið leit vel út í hinum hefðbundnu myndavélum á fótboltaleikjum en það var líka boðið upp á nýstárlegt sjónarhorn í þessum leik.
Gabriel Jesus with an UNREAL chip
— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023
(via @MLS)pic.twitter.com/redItKUAGq
Dómari leiksins var nefnilega með myndavél á sér og þar var hægt að sjá það sem hann sá.
Dómarinn var mjög vel staddur í marki Brasilíumannsins og hér fyrir neðan má sjá mark Jesus „með augum“ dómarans.
Svo gæti farið að slíkar myndavélar séu framtíðin í fótboltasjónvarpi. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að prófa nýja hluti og ný sjónarhorn í útsendingum frá stærstu atvinnumannaíþróttum sínum sem síðar verður stöðluð útfærsla hjá sjónvarpsstöðvum út um allan heim.
Nú þegar Lionel Messi er kominn í MLS-deildina og áhugi eykst mikið á henni má kannski búast við að Bandaríkjamenn kynni heiminum fyrir nýjum leiðum til að taka upp fótboltaleiki til að auka áhuga og aðgengi að vinsælustu íþrótt heims.