Lýsa Formúlunni áfram á Viaplay: „Spennan er mikil“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2023 10:00 Max Verstappen og Lewis Hamilton hafa unnið alla heimsmeistaratitla í Formúlu 1 frá 2017. getty/Michael Potts Þeir Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson munu áfram lýsa Formúlu 1 á Viaplay. Sem kunnugt er hafa Sýn og Viaplay gert með sér samning sem felur í sér einkarétt á sölu Viaplay með vörum Vodafone og Stöðvar 2 og tekur samningurinn gildi strax í ágúst. Stöð 2 Sport mun taka yfir framleiðslu á allri innlendri dagskrárgerð tengdri því íþróttaefni sem Viaplay hefur upp á að bjóða á Íslandi. Formúla 1 er þar á meðal. Þeir Kristján Einar og Bragi hafa lýst Formúlunni í sameiningu á Viaplay undanfarin ár og munu halda því áfram. Þeir félagar sjá líka um hlaðvarpið vinsæla, Pittinn. „Það gleður okkur að tilkynna að við Bragi verðum áfram með þetta,“ sagði Kristján Einar í samtali við Vísi. „Ég hlakka mikið til að vinna aftur með Sýn. Þar byrjaði minn sjónvarpsferill 2013 og ég fylgdi Formúlunni þar til hún fór á Viaplay 2020. Ánægjan er mikil að þetta sé komið í góðar hendur hérna heima og fólk geti áfram fylgst með þessu. Ég hlakka líka til að fara í samstarf með öllum hinum miðlunum, að vita að þetta opni á möguleikann á frekari dagskrárgerð og samstarfi við Pittinn. Eins með almenna umfjöllun um Formúluna sem Vísir hefur alla tíð verið fremstur í flokki. Þar verður gefið enn meira í.“ Tvær keppnir eru eftir í Formúlunni áður en sumarfrí hefst um næstu mánaðarmótin. Þráðurinn verður svo aftur tekinn upp í Hollandi 27. ágúst. Það er fyrsta keppnin eftir að samkomulag Sýnar og Viaplay tekur gildi. „Það breytist ekkert fyrir áhorfendur nema þetta opnar á möguleikann á að færa þetta upp á næsta þrep,“ sagði Kristján Einar. Myndin óljós og tímabilið spennandi Þrátt fyrir að fátt virðist geta komið í veg fyrir að Max Verstappen verði heimsmeistari þriðja árið í röð og Red Bull meistari bílasmiða segir Kristján Einar margt spennandi í gangi í Formúlunni á þessu tímabili. „Stóra spurningin er hvort einhver geti stöðvað Max Verstappen og hvernig þróunin í slagnum um 2. sætið verður. Fyrir keppnishelgar veit maður ekkert hvernig goggunarröðin verður milli Mercedes, Ferrari og Aston Martin. Svo í Bretlandi mætti McLaren allt í einu og var fljótari en þau öll. Myndin er mjög óljós fyrir utan 1. sætið og spennan er mikil. Við erum búin að sjá frábært tímabil,“ sagði Kristján Einar. „Svo er ökumannsmarkaðurinn galopinn og stærstu fréttirnar fyrir ungverska kappaksturinn eru að Daniel Ricciardo snýr aftur. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Svo eru spennandi keppnir framundan, eins og sú fyrsta í Las Vegas. Það er hellingur eftir af þessu.“ Vísir er í eigu Sýnar. Akstursíþróttir Fjölmiðlar Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sem kunnugt er hafa Sýn og Viaplay gert með sér samning sem felur í sér einkarétt á sölu Viaplay með vörum Vodafone og Stöðvar 2 og tekur samningurinn gildi strax í ágúst. Stöð 2 Sport mun taka yfir framleiðslu á allri innlendri dagskrárgerð tengdri því íþróttaefni sem Viaplay hefur upp á að bjóða á Íslandi. Formúla 1 er þar á meðal. Þeir Kristján Einar og Bragi hafa lýst Formúlunni í sameiningu á Viaplay undanfarin ár og munu halda því áfram. Þeir félagar sjá líka um hlaðvarpið vinsæla, Pittinn. „Það gleður okkur að tilkynna að við Bragi verðum áfram með þetta,“ sagði Kristján Einar í samtali við Vísi. „Ég hlakka mikið til að vinna aftur með Sýn. Þar byrjaði minn sjónvarpsferill 2013 og ég fylgdi Formúlunni þar til hún fór á Viaplay 2020. Ánægjan er mikil að þetta sé komið í góðar hendur hérna heima og fólk geti áfram fylgst með þessu. Ég hlakka líka til að fara í samstarf með öllum hinum miðlunum, að vita að þetta opni á möguleikann á frekari dagskrárgerð og samstarfi við Pittinn. Eins með almenna umfjöllun um Formúluna sem Vísir hefur alla tíð verið fremstur í flokki. Þar verður gefið enn meira í.“ Tvær keppnir eru eftir í Formúlunni áður en sumarfrí hefst um næstu mánaðarmótin. Þráðurinn verður svo aftur tekinn upp í Hollandi 27. ágúst. Það er fyrsta keppnin eftir að samkomulag Sýnar og Viaplay tekur gildi. „Það breytist ekkert fyrir áhorfendur nema þetta opnar á möguleikann á að færa þetta upp á næsta þrep,“ sagði Kristján Einar. Myndin óljós og tímabilið spennandi Þrátt fyrir að fátt virðist geta komið í veg fyrir að Max Verstappen verði heimsmeistari þriðja árið í röð og Red Bull meistari bílasmiða segir Kristján Einar margt spennandi í gangi í Formúlunni á þessu tímabili. „Stóra spurningin er hvort einhver geti stöðvað Max Verstappen og hvernig þróunin í slagnum um 2. sætið verður. Fyrir keppnishelgar veit maður ekkert hvernig goggunarröðin verður milli Mercedes, Ferrari og Aston Martin. Svo í Bretlandi mætti McLaren allt í einu og var fljótari en þau öll. Myndin er mjög óljós fyrir utan 1. sætið og spennan er mikil. Við erum búin að sjá frábært tímabil,“ sagði Kristján Einar. „Svo er ökumannsmarkaðurinn galopinn og stærstu fréttirnar fyrir ungverska kappaksturinn eru að Daniel Ricciardo snýr aftur. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Svo eru spennandi keppnir framundan, eins og sú fyrsta í Las Vegas. Það er hellingur eftir af þessu.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Akstursíþróttir Fjölmiðlar Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira