Lukaku í óvissu út af Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 08:45 Harry Kane og Romelu Lukaku gætu báðir verið á leiðinni í nýtt lið í nýrri deild. Getty/Tottenham Hotspur Framtíð knattspyrnumannsins Romelu Lukaku er enn óljós en það verður ólíklegra með hverjum deginum að hann spili áfram með Internazionale á Ítalíu. Staðan á Lukaku er meðal annars sögð í uppnámi vegna þess að tveir líklegir kaupendur eru að bíða eftir Harry Kane. Simon Stone á breska ríkisútvarpinu fór meðal annars yfir stöðu mála í vef BBC í morgun. Bæði Bayern München og Paris Saint-Germain hafa áhuga á Harry Kane og eru sögð muni ekki skoða aðra möguleika fyrr en kemur á hreint hvort fyrirliði Tottenham sé falur. Romelu Lukaku won't travel to USA with Chelsea. He'll be back early next week to train but Pochettino is 100% aligned with the board: getting 40m for him is one of the priorities now. Inter, deal off. Juventus, depending on Vlahovic-PSG. Saudi, still waiting and hoping. pic.twitter.com/svosMcO1OG— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023 Tottenham heldur því áfram fram að Kane sé ekki til sölu en umrædd félög gefast ekki upp. Kane er sagður vilja komast í burtu en er engu að síður byrjaður að æfa með Tottenham. Dusan Vlahovic hjá Juventus og Randal Kolo Muani hjá Eintracht Frankfurt þykja líklegir kostir fyrir Tottenham en Kane verður seldur. Lukaku þarf því að bíða og sjá til hvað verður hjá honum. Chelsea ætlar að selja belgíska framherjann en tilboð Internazionale var ekki nálægt því sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn. Þá lítur út fyrir að Lukau hafi verið að daðra við önnur félög í langan tíma þegar forráðamenn Inter héldu að hann vildi spila áfram hjá þeim. Lukaku fer líklega ekki með Chelsea í æfingaferðina til Bandaríkjanna en flýgur yfir Atlantshafið í dag. Um helgina blandaði Juventus sér í málið og forráðamenn Inter voru ekki sáttir með það að Lukaku talaði við Juve. Mál Lukaku urðu fyrir vikið enn flóknari. Lukaku deal situation Inter final bid: 35m plus 5m add ons. Inter have still NO answer from Lukaku to close the deal. Juventus sent 37.5m + 2.5m bid to Chelsea but ONLY valid if they sell Vlahovi . Lukaku spoke to Juventus; Inter not happy with that. pic.twitter.com/CfqzSz1Wau— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2023 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Staðan á Lukaku er meðal annars sögð í uppnámi vegna þess að tveir líklegir kaupendur eru að bíða eftir Harry Kane. Simon Stone á breska ríkisútvarpinu fór meðal annars yfir stöðu mála í vef BBC í morgun. Bæði Bayern München og Paris Saint-Germain hafa áhuga á Harry Kane og eru sögð muni ekki skoða aðra möguleika fyrr en kemur á hreint hvort fyrirliði Tottenham sé falur. Romelu Lukaku won't travel to USA with Chelsea. He'll be back early next week to train but Pochettino is 100% aligned with the board: getting 40m for him is one of the priorities now. Inter, deal off. Juventus, depending on Vlahovic-PSG. Saudi, still waiting and hoping. pic.twitter.com/svosMcO1OG— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023 Tottenham heldur því áfram fram að Kane sé ekki til sölu en umrædd félög gefast ekki upp. Kane er sagður vilja komast í burtu en er engu að síður byrjaður að æfa með Tottenham. Dusan Vlahovic hjá Juventus og Randal Kolo Muani hjá Eintracht Frankfurt þykja líklegir kostir fyrir Tottenham en Kane verður seldur. Lukaku þarf því að bíða og sjá til hvað verður hjá honum. Chelsea ætlar að selja belgíska framherjann en tilboð Internazionale var ekki nálægt því sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn. Þá lítur út fyrir að Lukau hafi verið að daðra við önnur félög í langan tíma þegar forráðamenn Inter héldu að hann vildi spila áfram hjá þeim. Lukaku fer líklega ekki með Chelsea í æfingaferðina til Bandaríkjanna en flýgur yfir Atlantshafið í dag. Um helgina blandaði Juventus sér í málið og forráðamenn Inter voru ekki sáttir með það að Lukaku talaði við Juve. Mál Lukaku urðu fyrir vikið enn flóknari. Lukaku deal situation Inter final bid: 35m plus 5m add ons. Inter have still NO answer from Lukaku to close the deal. Juventus sent 37.5m + 2.5m bid to Chelsea but ONLY valid if they sell Vlahovi . Lukaku spoke to Juventus; Inter not happy with that. pic.twitter.com/CfqzSz1Wau— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2023
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira