Tími Onana hjá Manchester United er núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 07:31 Andre Onana lék með Internazionale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester City í vor. Getty/Jonathan Moscrop Manchester United hefur loksins náð samkomulagi við ítalska félagið Internazonale um kaup á kamerúnska markverðinum Andre Onana. United er að leita að eftirmanni David De Gea en þeim spænska var ekki boðinn áframhaldandi samning og tilkynnti á dögunum að tólf ára tími hans hjá United væri á enda. Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn og henti í hið fræga „Here we go“ sem þýðir bara eitt. Onana á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samninginn en United borgar fimmtíu milljónir evra fyrir hann. ESPN fékk líka þær upplýsingar að um leið og Onana er klár sem leikmaður United þá mun Dean Henderson fara formlega af fullu til Nottingham Forest en ekki vera lengur á láni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Onana sían þeir unnu saman hjá Ajax Amsterdam. United mun nú reyna að tryggja sér vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo hann geti spilað með liðinu í æfingaferðinni þangað. Onana verður önnur kaup United í sumar á eftir kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Mason Mount frá Chelsea. Onana er 27 ára gamall og hefur verið hjá Inter Milan í aðeins eitt tímabil. Hann lék með Ajax frá 2016 til 2022. Hann kom sér í fréttirnar á HM í Katar í desember síðastliðnum þegar landsliðsþjálfarinn sendi hann heim á miðju móti eftir rifildi um leikaðferðir liðsins. Hann hætti síðan í landsliðinu stuttu síðar. André Onana to Manchester United, it s finally here we go! Clubs are closing in on the agreement then Onana will travel for medical tests and contract signing.Man Utd set to request VISA for Onana for USA trip.Ten Hag will have the new goalkeeper he wanted. pic.twitter.com/hWQX9svsMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
United er að leita að eftirmanni David De Gea en þeim spænska var ekki boðinn áframhaldandi samning og tilkynnti á dögunum að tólf ára tími hans hjá United væri á enda. Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn og henti í hið fræga „Here we go“ sem þýðir bara eitt. Onana á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samninginn en United borgar fimmtíu milljónir evra fyrir hann. ESPN fékk líka þær upplýsingar að um leið og Onana er klár sem leikmaður United þá mun Dean Henderson fara formlega af fullu til Nottingham Forest en ekki vera lengur á láni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Onana sían þeir unnu saman hjá Ajax Amsterdam. United mun nú reyna að tryggja sér vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo hann geti spilað með liðinu í æfingaferðinni þangað. Onana verður önnur kaup United í sumar á eftir kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Mason Mount frá Chelsea. Onana er 27 ára gamall og hefur verið hjá Inter Milan í aðeins eitt tímabil. Hann lék með Ajax frá 2016 til 2022. Hann kom sér í fréttirnar á HM í Katar í desember síðastliðnum þegar landsliðsþjálfarinn sendi hann heim á miðju móti eftir rifildi um leikaðferðir liðsins. Hann hætti síðan í landsliðinu stuttu síðar. André Onana to Manchester United, it s finally here we go! Clubs are closing in on the agreement then Onana will travel for medical tests and contract signing.Man Utd set to request VISA for Onana for USA trip.Ten Hag will have the new goalkeeper he wanted. pic.twitter.com/hWQX9svsMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira