„Ég er mikill daðrari“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 11:19 Kevin Spacey í Lundúnum í morgun. AP/Lucy North Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum. Spacey hefur verið sakaður um tólf brot gegn fjórum mönnum sem eiga að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013. Fjölmargir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Í þessu tiltekna máli hafa fjórir menn sakað hann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 2001 og 2013, en þá vann Spacey í Lundúnum. Einn mannanna sakar leikarann um rúmlega tíu brot yfir fjögurra ára tímabil. Hann segir Spacey káfað á honum og maðurinn segir að Spacey hafi einnig gripið í hendi hans og þvingað sig til að káfa á lim sínum. Annar maður segir Spacey hafa káfað á honum og kysst hann í hans óþökk. Sá þriðji segir sömuleiðis að Spacey hafi káfað á honum. Fjórði maðurinn segir Spacey hafa byrjað sér ólyfjan og nauðgað sér. Mennirnir fjórir eru búnir að bera vitni en þetta er í fyrsta sinn sem Spacey sest í vitnastúku í þessu máli. Dómarinn tilkynnti Spacey að hann yrði líklega lengst allra í stúkunni og að reynt yrði að hafa hlé á réttarhöldunum. Í frétt Sky, þar sem fylgjast má með vendingum í dómsal, segir að salurinn sé fullur af blaðamönnum. Spacey, sem er 63 ára gamall, fór um víðan völl í upphafi vitnaleiðslu sinnar þar sem hann talaði um feril sinn og það að hann hefði fyrst komið til Lundúna sem barn. Hann sagði svo að árið 2003, þegar hann var að vinna við kvikmynd í Bretlandi hafi hann fengið þá hugdettu að vinna við Old Vic leikhúsið í Lundúnum. Hann tók við sem listrænn stjórnandi leikhússins ári síðar og vann þar til ársins 2015. Er lögmaður hans spurði hann út í ásakanir fyrsta mannsins sagði Spacey hafa verið miður sín vegna ásakananna. Hann sagðist hafa átt góðar stundir með þeim manni, sem var bílstjóri, þeir hafi daðrað við hvorn annan en aldrei sofið saman. Leikarinn lýsti bílstjóranum sem daðrara og lýsti sjálfum sér sem miklum daðrara. „Við skemmtum okkur vel saman,“ sagði Spacey. Hann þvertók þó fyrir að hafa snert hann gegn vilja hans. Mál Kevin Spacey Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53 Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Spacey hefur verið sakaður um tólf brot gegn fjórum mönnum sem eiga að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013. Fjölmargir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Í þessu tiltekna máli hafa fjórir menn sakað hann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 2001 og 2013, en þá vann Spacey í Lundúnum. Einn mannanna sakar leikarann um rúmlega tíu brot yfir fjögurra ára tímabil. Hann segir Spacey káfað á honum og maðurinn segir að Spacey hafi einnig gripið í hendi hans og þvingað sig til að káfa á lim sínum. Annar maður segir Spacey hafa káfað á honum og kysst hann í hans óþökk. Sá þriðji segir sömuleiðis að Spacey hafi káfað á honum. Fjórði maðurinn segir Spacey hafa byrjað sér ólyfjan og nauðgað sér. Mennirnir fjórir eru búnir að bera vitni en þetta er í fyrsta sinn sem Spacey sest í vitnastúku í þessu máli. Dómarinn tilkynnti Spacey að hann yrði líklega lengst allra í stúkunni og að reynt yrði að hafa hlé á réttarhöldunum. Í frétt Sky, þar sem fylgjast má með vendingum í dómsal, segir að salurinn sé fullur af blaðamönnum. Spacey, sem er 63 ára gamall, fór um víðan völl í upphafi vitnaleiðslu sinnar þar sem hann talaði um feril sinn og það að hann hefði fyrst komið til Lundúna sem barn. Hann sagði svo að árið 2003, þegar hann var að vinna við kvikmynd í Bretlandi hafi hann fengið þá hugdettu að vinna við Old Vic leikhúsið í Lundúnum. Hann tók við sem listrænn stjórnandi leikhússins ári síðar og vann þar til ársins 2015. Er lögmaður hans spurði hann út í ásakanir fyrsta mannsins sagði Spacey hafa verið miður sín vegna ásakananna. Hann sagðist hafa átt góðar stundir með þeim manni, sem var bílstjóri, þeir hafi daðrað við hvorn annan en aldrei sofið saman. Leikarinn lýsti bílstjóranum sem daðrara og lýsti sjálfum sér sem miklum daðrara. „Við skemmtum okkur vel saman,“ sagði Spacey. Hann þvertók þó fyrir að hafa snert hann gegn vilja hans.
Mál Kevin Spacey Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53 Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35
Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21
Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27