Táningurinn hét Alkis Kambanos en hann varð fyrir fólskulegri árás í borginni Thessaloniki í febrúar á síðasta ári. Tveir aðrir slösuðust einnig í árásinni en það voru nítján og tuttugu ára vinir hans.
Hópur manna réðst á Aliks, stakk hann mörgum sinnum og barði úr honum lífið. Hann var síðan skilinn eftir og blæddi út.
A Greek court on Wednesday sentenced seven people to life imprisonment over the fatal stabbing of a 19-year-old football supporter. https://t.co/1kaFqDYW0T
— Neos Kosmos (@NeosKosmos) July 13, 2023
Hópurinn sagðist hafa verið að leita uppi stuðningsmenn erkifjenda sinna í kringum fótboltaleikvangi Aris liðsins. Fyrir árásina þá spurði árásahópurinn vinina með hvaða liði þeir héldu.
Þeir voru með á sér hnífa, kylfur, járnrör, sigð og kúbein sem þeir notuðu til að lúskra á strákunum.
Alls voru tólf sakborningar á aldrinum 21 árs til 26 ára. Sjö þeirra voru dæmdir í lífstíðarfangelsi en hinir fimm fengu á bilinu nítján til tuttugu ára fangelsi.
„Fjölskyldan okkar fékk sitt réttlæti en strákurinn minn kemur aldrei aftur,“ sagði móðir Alkis Kambanos fyrir utan réttarsalinn.
Þrjú stór félög eru frá Thessaloniki en það eru PAOK, Aris og Iraklis en tvö þau fyrrnefndu hófu í kjölfarið mikla herferð í Grikklandi gegn ofbeldi tengdum fótboltanum.
. .
— ARIS F.C. / (@ARIS__FC) January 31, 2023
:
pic.twitter.com/FXPKcWG6lV