Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2023 09:43 Ytri-Rangá á fallegum degi. mynd/ gar Þessi fyrirsögn hefur örugglega valdið einhverjum heilabrotum í ljósi þess að vakning um að veiða og sleppa er orðin ansi öflug. Þannig er engu að síður mál með vexti að í Ytri Rangá þar sem laxgengd byggist algjörlega á sleppingu hafbeitarseiða hafa leiðsögumenn og veiðimenn í Ytri Rangá nú vinsamlegast verið beðnir um að drepa allan staðbundinn urriða og sjóbirting sem veiðist á vatnasvæðinu, til þess að vernda hafbeitarseiðin. Þegar seiðunum er sleppt úr tjörnunum þar sem þau eru alin síðustu vikurnar áður en þau eru klár fyrir hafgöngu verða örugglega töluverð afföll þegar staðbundni urriðinn og sjóbirtingurinn éta eins mikið og þeir komast í þegar seiðin streyma úr þessum tjörnum. En það eru fleiri afætur á seiðum en urriðinn og sjóbirtingurinn. Mávurinn týnir líka upp í sig eins og hann getur. Þetta orkar kannski tvímælis en afstaða veiðifélags til afáts af þeirri stærðargráðu sem gæti verið um að ræða er alveg eðlileg. Seiðin eru dýr og klárlega vilja þeir sem að ánni koma bæði veiðifélag og leigutakar sjá sem flest seiði fara til sjávar og sem flest koma til baka. Spurningin er kannski frekar sú að það er engan veginn hægt að segja til um það hversu mikil afföllin eru og þá hvort að umbeðið dráp á urriðanum og sjóbirtingnum skili einhverju sem skiptir máli og þá hvort það þyrfti ekki að sama skapi drepa fuglinn sem er að éta seiðin? Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Þannig er engu að síður mál með vexti að í Ytri Rangá þar sem laxgengd byggist algjörlega á sleppingu hafbeitarseiða hafa leiðsögumenn og veiðimenn í Ytri Rangá nú vinsamlegast verið beðnir um að drepa allan staðbundinn urriða og sjóbirting sem veiðist á vatnasvæðinu, til þess að vernda hafbeitarseiðin. Þegar seiðunum er sleppt úr tjörnunum þar sem þau eru alin síðustu vikurnar áður en þau eru klár fyrir hafgöngu verða örugglega töluverð afföll þegar staðbundni urriðinn og sjóbirtingurinn éta eins mikið og þeir komast í þegar seiðin streyma úr þessum tjörnum. En það eru fleiri afætur á seiðum en urriðinn og sjóbirtingurinn. Mávurinn týnir líka upp í sig eins og hann getur. Þetta orkar kannski tvímælis en afstaða veiðifélags til afáts af þeirri stærðargráðu sem gæti verið um að ræða er alveg eðlileg. Seiðin eru dýr og klárlega vilja þeir sem að ánni koma bæði veiðifélag og leigutakar sjá sem flest seiði fara til sjávar og sem flest koma til baka. Spurningin er kannski frekar sú að það er engan veginn hægt að segja til um það hversu mikil afföllin eru og þá hvort að umbeðið dráp á urriðanum og sjóbirtingnum skili einhverju sem skiptir máli og þá hvort það þyrfti ekki að sama skapi drepa fuglinn sem er að éta seiðin?
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði