Newcastle hefur verið orðað við Harvey Barnes síðustu vikurnar en hann er ekki spenntur fyrir því að spila með Leicester í Championship deildinni á næsta tímabili. Barnes skoraði 13 mörk fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hefur verið undir smásjánni hjá nokkrum liðum.
Barnes er víst spenntur fyrir því að færa sig norður til Newcastle og knattspyrnublaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að Barnes hafi þegar náð samkomulagi við félagið.
Þar kemur Allan Saint Maximin til sögunnar. Franski kantmaðurinn byrjaði aðeins tólf leiki fyrir Newcastle á síðasta tímabili og hefur ekki skorað mark í keppnisleik síðan í ágúst á síðasta ári.
Newcastle are planning to advance on Harvey Barnes deal next week. Talks are already underway but negotiations will continue in the next days to get it done.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 9, 2023
Barnes already accepted Newcastle as destination, deal depends on clubs and #NUFC outgoings. pic.twitter.com/5OqhXFD4pQ
Newcastle er því tilbúið að skoða það að selja hinn 26 ára gamla Saint Maximin til að fjármagna kaupin á Barnes en Daily Telegraph greinir frá þessu. Barnes er metinn á 40 milljónir punda sem er svipað verð og Newcastle vill fá fyrir Saint Maxim.
Tottenham og Chelsea hafa sýnt Saint Maxim áhuga en hætt við þegar Newcastle sýndi þeim verðmiðann. Þá fylgjast AC Milan og Atalanta einnig með stöðu mála.