Grealish djammaði stanslaust í nokkra daga eftir að Manchester City vann Meistaradeild Evrópu og það rann varla af honum. Hann viðurkenndi meðal annars að hafa ekki sofið í fjóra daga eftir að City tryggði sér Evrópumeistaratitilinn.
Þótt mánuður sé frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar og það styttist í að undirbúningstímabilið hefjist er Grealish hvergi nærri hættur að djamma.
Nú síðast djammaði hann á frægum skemmtistað á Ibiza. Á miðvikudaginn þeytti hann skífum með Ástralanum DJ Fisher.
Jack Grealish going b2b last night with Fisher in Hï pic.twitter.com/tasqNeuRzP
— The Staple (@TheStapleUK) July 6, 2023
Grealish sást einnig skemmta sér á stað bróður Garys Lineker, Waynes, í gær, þá ber að ofan í Spánarsólinni.
Grealish lék fimmtíu leiki fyrir City í öllum keppnum á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk. City vann þrennuna; ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina.