Kvennafótboltinn er nefnilega á hraðri uppleið og það sést á mörgum sviðum.
Níunda heimsmeistaramót kvenna hefst 20. júlí næstkomandi og stendur til 20. ágúst. Mótið fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
Veðmál eru orðin mjög áberandi í tengslum við íþróttakappleiki en hingað til hafa konurnar kannski ekki verið í aðalhlutverki þar.
Kvennafótboltinn er hins vegar alltaf að vera vinsælli og vinsælli og það nær ekki aðeins til áhorfenda eða áhorfs í sjónvarpi.
Fleiri hafa líka áhuga á því að veðja á úrslit leikja hjá konunum og nú búast sérfræðingar við því að það verði meira veðjað á leiki á HM kvenna en nokkurn tímann fyrr.