Giulia Dragoni er fædd í nóvember 2006 og spilar með Barcelona á Spáni. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik um helgina. Það dugði henni til að vinna sér sæti í ítalska hópnum á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
Dragoni fékk frumraun sína í markalausu jafntefli á móti Marokkó á laugardaginn.
16-year-old Barcelona starlet Giulia Dragoni has been named to Italy s World Cup roster pic.twitter.com/2DxzEqC45X
— Women s Transfer News (@womenstransfer) July 2, 2023
Milena Bertolini er þjálfari ítalska landsliðsins og hafði áður tekið umdeilda ákvörðun þegar hún valdi ekki fyrirliðann Söru Gama í HM-hópinn sinn. Gama er orðin 34 ára gömul en þjálfarinn sagði að hún hafi ekki valið hana vegna bæði taktískra og líkamlegra ástæðna.
Bertolini er ekki búin að tilkynna það hvaða leikmaður fái fyrirliðabandið í stað Gama. Lykilmennirnir Cristiana Girelli, Lisa Boattin og Manuela Giugliano eru í hópnum og líklegt að ein þeirra fái bandið.
Fyrsti leikur ítalska landsliðsins er á móti Argentínu 24. júlí næstkomandi en svo bíða leikir á móti Svíþjóð og Suður-Afríku.
17 Barça players will be present at the @FIFAWWC after 16 y/o Giulia Dragoni s call up.
— Blaugranagram (@Blaugranagram) July 2, 2023
*Switzerland s final squad list is yet to be announced. pic.twitter.com/QGRUHSYYe4