Kai Havertz hefur leikið með Chelsea síðan árið 2020 en hann kom til Englands frá Leverkusen í Þýskalandi. Hann hefur leikið 91 leik fyrir Chelsea og skorað í þeim 19 mörk en færir sig nú um set í Lundúnum.
Nokkrir dagar eru síðan greint var frá því að félagaskiptin væru svo gott sem frágengin og hálfgerð staðfesting kom í dag þegar viðtal við Havertz um félagaskiptin lak út og birtist á samfélagsmiðlum.
Arsenal hefur nú staðfest skiptin en ef óskir Mikel Arteta knattspyrnustjóra ganga eftir eru þetta aðeins fyrstu félagaskiptin af nokkrum í sumar.
We keep moving forward.
— Arsenal (@Arsenal) June 28, 2023
Kai Havertz is a Gunner pic.twitter.com/76j5BStw9e
Liðið er að eltast við Declan Rice eins og frægt er orðið og virðist sem félagið sé það eina eftir í kapphlaupinu um enska landsliðsmanninn eftir að fréttir bárust í dag að Manchester City ætlaði ekki að leggja fram nýtt tilboð.
Nú undir kvöld bárust síðan fréttir af því að West Ham hefði samþykkt 105 milljón punda tilboð í Rice. Því má búast við að þau skipti gangi í gegn á allra næstu dögum.
Dear @ChelseaFC,
— Kai Havertz (@kaihavertz29) June 28, 2023
I would have preferred for you to hear my thoughts on leaving Chelsea first from myself before my thoughts on me joining my new team. This isn t my style and it upsets me that you had to hear of it in this way.
I write this letter with a heavy heart to all pic.twitter.com/Irnppj9kSE