Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 11:45 Fjármálaeftirlitið telur að Íslandsbanki hafi ekki haft forsendur til að leyfa starfsmönnum að taka þátt í útboðinu þar sem hann lét ekki vinna neina greiningu á hagsmunaárekstrum. Vísir/Vilhelm Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. Íslandsbanki féllst á að greiða hátt í 1,2 milljarða króna í sekt vegna ýmissa brota á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga og fjármálafyrirtæki í sátt sem hann gerði við fjármálaeftirlit Seðlabankans. Á meðal þess sem fjármálaeftirlitið átaldi var að bankinn hefði ekki gripið til fullnægjandi ráðstafana til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, þar á meðal í tengslum við þátttöku stjórnenda og starfsmanna bankans í útboðinu. Með því að láta ekki gera greiningu á hagsmunaárekstrum sem gætu skapast hafi bankinn brotið lög um markaði fyrir fjármálagerninga. Þar sem slík greining lá ekki fyrir hafi bankinn ekki haft forsendur til að ákveða að leyfa starfsmönnum að taka þátt í útboðinuu. Fjármálaeftirlitið telur að þátttaka starfsmanna í útboðinu hafi skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. Starfsmenn sem voru í samskiptum við fjárfesta um þátttöku í útboðinu og tóku á móti tilboðum hafi haft meiri upplýsingar en aðrir um framgagn útboðsins. Í því hafi falist augljós hætta á hagsmunaárekstrum þa sem starfsmenn gætu nýtt sér upplýsingarnar til að leggja sjálfir inn tilboð. Starfsmenn bankans sem héldu utan um innlenda tilboðsbók hafi sömuleiðis haft meiri upplýsingar en framgang útboðsins en aðrir á meðan þeim var heimilt að taka þátt í því sjálfir. Þá aðstoðuðu starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar Bankasýslu ríkisins við ákvörðun um skerðingu tilboða í útboðinu. Fjármálaeftirlitið taldi einnig augljósa hættu á hagsmunaárekstrum að starfsmenn fyrirtækjaráðgjafarinnar aðstoðuðu seljanda í útboði að ákveða skerðingu á tilboðum samstarfsmanna eða yfirmanna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Bankinn gekkst við mistökum í sáttinni við Seðlabankann. Í tilfelli starfsmanna sem tóku þátt í útboðinu hélt bankinn því fram að viðskipti þeirra hafi verið í samræmi við lög og reglur.Vísir/Vilhelm Öllum sendur póstur um þátttöku þrátt fyrir að aðeins fjórir væru gjaldgengir Í sáttinni kemur fram að starfsmenn regluvörslu Íslandsbanka hafi samþykkt samhljóða að leyfa starfsmönnum að gera tilboð í hluti í bankanum daginn áður en útboðið hófst 22. mars í fyrra. Þeir voru ekki taldir búa yfir innherjaupplýsingum á þeirri stundu. Til þess að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum var ákveðið að þeir sem komu nálægt söluferlinu mættu taka þátt fyrstu klukkustundina en aðrir fyrstu tvo klukkutímana. Alls bárust þrjátíu umsóknir frá starfsmönnum og aðilum þeim tengdir um að leggja inn tilboð og samþykkti regluvarsla bankans þær allar. Aðeins fjórir starfsmenn bankans voru flokkaðir sem fagfjárfestar áður en útboðið hófst en það var skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu. Einn þátttakandi til viðbótar var flokkaður sem fagfjárfestir fyrir útboðið en búið er að stroka út úr sáttinni hvernig hann tengdist bankanum. Bankinn sendi öllum starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem minnt var á reglur um þátttöku starfsmanna í útboðinu daginn sem það fór fram þrátt fyrir að svo fáir þeirra væru gjaldgengir til þess að taka þátt. „Því lá það ljóst fyrir að útboðið átti ekkert erindi til þess fjölda starfsmanna sem fengu tölvupóstinn,“ segir í sáttinni. Ekkert var minnst á að aðeins fagfjárfestar gætu tekið þátt í útboðinu í tveimur póstum til starfsmanna fyrr en rúmri klukkustund eftir upphaflega póstinn þar sem athygli var vakin á að því væri aðeins beint að hæfum fjárfestum. Fengu stöðu fagfjárfesta eftir að útboðið hófst Fimm starfsmenn Íslandsbanka, einn starfsmaður dótturfélags bankans, félag í eigu stjórnarmanns og félag í eigu maka stjórnanda fengu á endanum að kaupa hlut í bankanum í útboðinu. Af þeim fengu þrír starfsmenn bankans og starfsmaður dótturfélagsins skilgreiningu sem fagfjárfestar eftir að útboðið hófst samkvæmt sáttinni. Fjármálaeftirlitið telur að í þremur af þessum viðskiptum hafi innri reglur bankans verið brotnar. Í einu tilfellanna er regluvarsla bankans sögð hafa hunsað tímatakmarkanir sem voru settar á þátttöku starfsmanna þegar hún lagði blessun sína yfir umsókn starfsmanns meira en klukkustund eftir að útboðið hófst. Regluvarslan hafnaði upphaflegu erindi hans en samþykkti hana eftir að starfsmaðurinn sagðist kominn með flokkun sem fagfjárfestir. Lögfræðideild bankans staðfesti þá flokkun einnig þrátt fyrir að umsókn hans hefði borist eftir að tímafresturinn var runninn út. Reglur um viðmiðunarfjárhæðir voru heldur ekki fyrirstaða fyrir þátttöku starfsmanna. Regluvarslan samþykkti þannig umsókn starfsmanns um viðskipti í útboðinu þrátt fyrir að fjárhæð tilboðsins væri umfram hámark sem kveðið er á um í reglum bankans um ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra. Upphæðin er afmáð í sáttinni sem fjármálaeftirlitið birti. Starfsmaður regluvörslu gerði athugasemd við upphæðina eftir að umsóknin var samþykkt en hún var hunsuð. Sagður hafa fengið munnlega undanþágu Þegar kom að viðskiptum félags í eigu stjórnarmanns í Íslandsbanka fékk það að taka þátt í útboðinu þrátt fyrir að það ætti ekki að vera heimilt samkvæmt reglum um viðskipti stjórnenda. Stjórnendur áttu aðeins að mega taka þátt í útboði af þessu tagi innan þrjátíu daga frá birtingu uppgjörs. Þegar útboðið fór fram voru fjörutíu dagar liðnir frá síðustu uppgjörsbirtingu bankans. Stjórnarmaðurinn er ekki nefndur í sáttinni en Íslandsbanki tilkynnti á sínum tíma að Ari Daníelsson, stjórnarmaður, hefði keypt 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna. Engin gögn lágu fyrir um að stjórnarmaðurinn hefði óskaði eftir undanþágu frá reglunum. Íslandsbanki sagði í andsvörum sínum að hann hefði fengið munnlega undanþágu frá regluverði í vitna viðurvist þegar útboðið var hafið. Regluvörður hefði talið að engar innherjaupplýsingar lægju fyrir þá. Fjármálaeftirlitið segir að ekki sé hægt að líta á munnlega undanþágu sem gilda enda kveði reglur bankans á um að beiðnir um undanþágur berist skriflega. Tveimur dögum eftir útboðið ræddu starfsmenn regluvörslu bankans um hvort að þeir gætu skráð það eftir á að „hópundanþága“ hefði verið veitt fyrir viðskiptum stjórnenda utan tímabils sem slík viðskipti voru heimil. Fjármálaeftirlitið segir að hvergi í reglum hafi verið kveðið á um undanþáguheimild frá reglunum og ekki sé gert ráð fyrir að hægt væri að veita hópundanþágu frá þeim. Fjármálaeftirlitið telur að Íslandsbanki hafi með því að leyfa viðskipti stjórnarmannsins ekki farið að reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti stjórnenda. Starfsmenn sem fengu viðskiptavini til þátttöku undanþegnir takmörkunum Sérstaklega er fjallað um stöðu starfsmanna eignastýringar Íslandsbanka sem hringdu í viðskiptavini og buðu þeim að taka þátt í útboðinu í sáttinni við fjármálaeftirlitið. Þeir voru ekki í hópi starfsmanna sem höfði skemmri tíma til þess að taka þátt í úboðinu og því voru ekki gerðar sérstakar ráðstafanir um þátttöku þeirra eins og um starfsmenn verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. Engu að síður hafði aðkoma starfsmanna eignastýringar að söluferlinu legið fyrir alt frá því að Íslandsbanki kynnti ráðgjöfum Bankasýslu ríkisins fyrirkomulagið í febrúar. Íslandsbanki féllst á að starfsmenn eignastýringar hefðu átt að vera undir sömu sök seldir og fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlanir og þátttaka þeirra í útboðinu takmörkuð við fyrsta klukkutímann. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39 Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íslandsbanki féllst á að greiða hátt í 1,2 milljarða króna í sekt vegna ýmissa brota á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga og fjármálafyrirtæki í sátt sem hann gerði við fjármálaeftirlit Seðlabankans. Á meðal þess sem fjármálaeftirlitið átaldi var að bankinn hefði ekki gripið til fullnægjandi ráðstafana til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, þar á meðal í tengslum við þátttöku stjórnenda og starfsmanna bankans í útboðinu. Með því að láta ekki gera greiningu á hagsmunaárekstrum sem gætu skapast hafi bankinn brotið lög um markaði fyrir fjármálagerninga. Þar sem slík greining lá ekki fyrir hafi bankinn ekki haft forsendur til að ákveða að leyfa starfsmönnum að taka þátt í útboðinuu. Fjármálaeftirlitið telur að þátttaka starfsmanna í útboðinu hafi skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. Starfsmenn sem voru í samskiptum við fjárfesta um þátttöku í útboðinu og tóku á móti tilboðum hafi haft meiri upplýsingar en aðrir um framgagn útboðsins. Í því hafi falist augljós hætta á hagsmunaárekstrum þa sem starfsmenn gætu nýtt sér upplýsingarnar til að leggja sjálfir inn tilboð. Starfsmenn bankans sem héldu utan um innlenda tilboðsbók hafi sömuleiðis haft meiri upplýsingar en framgang útboðsins en aðrir á meðan þeim var heimilt að taka þátt í því sjálfir. Þá aðstoðuðu starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar Bankasýslu ríkisins við ákvörðun um skerðingu tilboða í útboðinu. Fjármálaeftirlitið taldi einnig augljósa hættu á hagsmunaárekstrum að starfsmenn fyrirtækjaráðgjafarinnar aðstoðuðu seljanda í útboði að ákveða skerðingu á tilboðum samstarfsmanna eða yfirmanna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Bankinn gekkst við mistökum í sáttinni við Seðlabankann. Í tilfelli starfsmanna sem tóku þátt í útboðinu hélt bankinn því fram að viðskipti þeirra hafi verið í samræmi við lög og reglur.Vísir/Vilhelm Öllum sendur póstur um þátttöku þrátt fyrir að aðeins fjórir væru gjaldgengir Í sáttinni kemur fram að starfsmenn regluvörslu Íslandsbanka hafi samþykkt samhljóða að leyfa starfsmönnum að gera tilboð í hluti í bankanum daginn áður en útboðið hófst 22. mars í fyrra. Þeir voru ekki taldir búa yfir innherjaupplýsingum á þeirri stundu. Til þess að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum var ákveðið að þeir sem komu nálægt söluferlinu mættu taka þátt fyrstu klukkustundina en aðrir fyrstu tvo klukkutímana. Alls bárust þrjátíu umsóknir frá starfsmönnum og aðilum þeim tengdir um að leggja inn tilboð og samþykkti regluvarsla bankans þær allar. Aðeins fjórir starfsmenn bankans voru flokkaðir sem fagfjárfestar áður en útboðið hófst en það var skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu. Einn þátttakandi til viðbótar var flokkaður sem fagfjárfestir fyrir útboðið en búið er að stroka út úr sáttinni hvernig hann tengdist bankanum. Bankinn sendi öllum starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem minnt var á reglur um þátttöku starfsmanna í útboðinu daginn sem það fór fram þrátt fyrir að svo fáir þeirra væru gjaldgengir til þess að taka þátt. „Því lá það ljóst fyrir að útboðið átti ekkert erindi til þess fjölda starfsmanna sem fengu tölvupóstinn,“ segir í sáttinni. Ekkert var minnst á að aðeins fagfjárfestar gætu tekið þátt í útboðinu í tveimur póstum til starfsmanna fyrr en rúmri klukkustund eftir upphaflega póstinn þar sem athygli var vakin á að því væri aðeins beint að hæfum fjárfestum. Fengu stöðu fagfjárfesta eftir að útboðið hófst Fimm starfsmenn Íslandsbanka, einn starfsmaður dótturfélags bankans, félag í eigu stjórnarmanns og félag í eigu maka stjórnanda fengu á endanum að kaupa hlut í bankanum í útboðinu. Af þeim fengu þrír starfsmenn bankans og starfsmaður dótturfélagsins skilgreiningu sem fagfjárfestar eftir að útboðið hófst samkvæmt sáttinni. Fjármálaeftirlitið telur að í þremur af þessum viðskiptum hafi innri reglur bankans verið brotnar. Í einu tilfellanna er regluvarsla bankans sögð hafa hunsað tímatakmarkanir sem voru settar á þátttöku starfsmanna þegar hún lagði blessun sína yfir umsókn starfsmanns meira en klukkustund eftir að útboðið hófst. Regluvarslan hafnaði upphaflegu erindi hans en samþykkti hana eftir að starfsmaðurinn sagðist kominn með flokkun sem fagfjárfestir. Lögfræðideild bankans staðfesti þá flokkun einnig þrátt fyrir að umsókn hans hefði borist eftir að tímafresturinn var runninn út. Reglur um viðmiðunarfjárhæðir voru heldur ekki fyrirstaða fyrir þátttöku starfsmanna. Regluvarslan samþykkti þannig umsókn starfsmanns um viðskipti í útboðinu þrátt fyrir að fjárhæð tilboðsins væri umfram hámark sem kveðið er á um í reglum bankans um ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra. Upphæðin er afmáð í sáttinni sem fjármálaeftirlitið birti. Starfsmaður regluvörslu gerði athugasemd við upphæðina eftir að umsóknin var samþykkt en hún var hunsuð. Sagður hafa fengið munnlega undanþágu Þegar kom að viðskiptum félags í eigu stjórnarmanns í Íslandsbanka fékk það að taka þátt í útboðinu þrátt fyrir að það ætti ekki að vera heimilt samkvæmt reglum um viðskipti stjórnenda. Stjórnendur áttu aðeins að mega taka þátt í útboði af þessu tagi innan þrjátíu daga frá birtingu uppgjörs. Þegar útboðið fór fram voru fjörutíu dagar liðnir frá síðustu uppgjörsbirtingu bankans. Stjórnarmaðurinn er ekki nefndur í sáttinni en Íslandsbanki tilkynnti á sínum tíma að Ari Daníelsson, stjórnarmaður, hefði keypt 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna. Engin gögn lágu fyrir um að stjórnarmaðurinn hefði óskaði eftir undanþágu frá reglunum. Íslandsbanki sagði í andsvörum sínum að hann hefði fengið munnlega undanþágu frá regluverði í vitna viðurvist þegar útboðið var hafið. Regluvörður hefði talið að engar innherjaupplýsingar lægju fyrir þá. Fjármálaeftirlitið segir að ekki sé hægt að líta á munnlega undanþágu sem gilda enda kveði reglur bankans á um að beiðnir um undanþágur berist skriflega. Tveimur dögum eftir útboðið ræddu starfsmenn regluvörslu bankans um hvort að þeir gætu skráð það eftir á að „hópundanþága“ hefði verið veitt fyrir viðskiptum stjórnenda utan tímabils sem slík viðskipti voru heimil. Fjármálaeftirlitið segir að hvergi í reglum hafi verið kveðið á um undanþáguheimild frá reglunum og ekki sé gert ráð fyrir að hægt væri að veita hópundanþágu frá þeim. Fjármálaeftirlitið telur að Íslandsbanki hafi með því að leyfa viðskipti stjórnarmannsins ekki farið að reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti stjórnenda. Starfsmenn sem fengu viðskiptavini til þátttöku undanþegnir takmörkunum Sérstaklega er fjallað um stöðu starfsmanna eignastýringar Íslandsbanka sem hringdu í viðskiptavini og buðu þeim að taka þátt í útboðinu í sáttinni við fjármálaeftirlitið. Þeir voru ekki í hópi starfsmanna sem höfði skemmri tíma til þess að taka þátt í úboðinu og því voru ekki gerðar sérstakar ráðstafanir um þátttöku þeirra eins og um starfsmenn verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. Engu að síður hafði aðkoma starfsmanna eignastýringar að söluferlinu legið fyrir alt frá því að Íslandsbanki kynnti ráðgjöfum Bankasýslu ríkisins fyrirkomulagið í febrúar. Íslandsbanki féllst á að starfsmenn eignastýringar hefðu átt að vera undir sömu sök seldir og fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlanir og þátttaka þeirra í útboðinu takmörkuð við fyrsta klukkutímann.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39 Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39
Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. 26. júní 2023 09:23