Arnór Sigurðsson hefur verið á mála hjá CSKA frá Moskvu en verið á láni hjá sænska liðinu Norrköping undanfarna mánuði.
Arnór gekk til liðs við Norrköping frá CSKA Moskvu á síðasta ári en þar nýtti hann sér úrræði FIFA um að losa sig tímabundið undan samningi við rússneskt lið vegna stríðs Rússa í Úkraínu.
We are delighted to announce the arrival of highly-rated forward Arnor Sigurdsson from Russian Premier League side CSKA Moscow.
— Blackburn Rovers (@Rovers) June 21, 2023
Velkominn, Arnor!
https://t.co/SSBwO84mvs#Rovers pic.twitter.com/AlO4JADCMG
Samningur Arnórs við CSKA rennur út næsta sumar en samningur hans við Blackburn er út allt næsta tímabil á Englandi og því mun hann ekki snúa aftur til Rússlands. Blackburn lenti í 7. sæti Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð og var mjög nálægt því að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Arnór hefur leikið 27 landsleiki og skorað í þeim tvö mörk. Hann var valinn í hópinn fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
Hjá Blackburn hittir Arnór fyrir þjálfarann Jon Dahl Tomasson sem hefur verið við stjórnvölinn þar síðan síðasta sumar en hann var áður knattspyrnustjóri Malmö FF. Tomasson á sjálfur glæsilegan feril að baki sem leikmaður og lék með liðum eins og AC Milan, Villareal og Newcastle á sínum ferli.