Hítará er ein af þeim ám sem var að opna um helgina og það verður ekki annað sagt en að hún hafi opnað vel en á fyrstu vakt veiddust sjö laxar og þrír á síðdegisvaktinni. Það veiddust bæði tveggja ára laxar og eins árs laxar í bland og var stærsti laxinn 86 sm. Að venju er veiðin gjarnan best á neðri hlutanum af ánni en í jafn góðu vatni og Hítará er í núna verður laxinn líklega fljótur að dreifa sér.
Veiði hófst líka í Grímsá og komu þrír laxar á land á fyrsta degi sem er bara viðundandi en laxar sástu nokkuð víða í ánni. Laxarnir veiddust í Laxfossi, Strengjum og Langadrætti en laxar sáust einnig fyrir ofan brú þó ekkert hafi veiðst þar.