Keyrði með fugl fastan í bremsubúnaði stóran hluta keppninnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 09:01 Max Verstappen keyrði stóran hluta kanadíska kappakstursins með fugl fastan í bremsubúnaði. Minas Panagiotakis/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að keyra með óvæntan laumufarþega er hann tryggði Red Bull liðinu sinn hundraðasta sigur í Formúlu 1 í gær. Verstappen kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í gær og tryggði sér sinn sjötta sigur á tímabilinu. Hann hefur nú unnið fjórar keppnir í röð og er með 69 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þá var þetta einnig hundraðasti sigur Red Bull frá stofnun liðsins, en Red Bull er með 321 stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða, 154 stigum meira en Mercedes sem situr í öðru sæti. Verstappen fór þó ekki áfallalaust í gegnum kappakstur gærdagsins því strax á ellefta hring tilkynnti hann liði sínu um það að hann væri nokkuð viss um að hann hefði keyrt á fugl. Verstappen 📻: “I think I hit a bird!”Red Bull: “Understood.”😬#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/ejzxojetgc— Autosport (@autosport) June 18, 2023 Þegar keppninni lauk kom svo í ljós aðHollendingurinn hafði vissulega keyrt á fugl sem var enn fastur fyrir aftan bremsurás á hægra framhjóli Red Bull-bílsins. „Hann var enn fastur í bílnum mínum og leit því miður ekki vel út,“ sagði Verstappen í samtali við Sky Sports F1 eftir sigur gærdagsins. „Ég vorkenni líka vélvirkjanum sem þurfti að fjarlægja hann.“ Akstursíþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Verstappen kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í gær og tryggði sér sinn sjötta sigur á tímabilinu. Hann hefur nú unnið fjórar keppnir í röð og er með 69 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þá var þetta einnig hundraðasti sigur Red Bull frá stofnun liðsins, en Red Bull er með 321 stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða, 154 stigum meira en Mercedes sem situr í öðru sæti. Verstappen fór þó ekki áfallalaust í gegnum kappakstur gærdagsins því strax á ellefta hring tilkynnti hann liði sínu um það að hann væri nokkuð viss um að hann hefði keyrt á fugl. Verstappen 📻: “I think I hit a bird!”Red Bull: “Understood.”😬#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/ejzxojetgc— Autosport (@autosport) June 18, 2023 Þegar keppninni lauk kom svo í ljós aðHollendingurinn hafði vissulega keyrt á fugl sem var enn fastur fyrir aftan bremsurás á hægra framhjóli Red Bull-bílsins. „Hann var enn fastur í bílnum mínum og leit því miður ekki vel út,“ sagði Verstappen í samtali við Sky Sports F1 eftir sigur gærdagsins. „Ég vorkenni líka vélvirkjanum sem þurfti að fjarlægja hann.“
Akstursíþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn