Svo virðist sem skipið hafi verið kjurrt í að minnsta kosti sjö klukkustundir áður en því hvolfdi en strandgæslan hafði sagt að skipið hefði verið á ferð allan tíman, á leið til Ítalíu og raunar hafi skipstjórinn ítrekað afþakkað aðstoð.
Að minnsta kosti sjötíu og átta dauðsföll hafa verið staðfest en Sameinuðu þjóðirnar telja ljóst að 500 hið minnsta hafi verið um borð.
Stofnunin hefur kallað eftir því að aðkoma grískra yfirvalda að málinu verði rannsökuð og þá sérstaklega hvers vegna björgunaraðgerðir hafi ekki hafist fyrr.