Biðst afsökunar á „skelfilegu“ myndbandi af gleðskap í Covid Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2023 10:12 Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, segist skilja að fólk bregðist reitt við myndbandi sem sýnir íhaldsfólk skemmta sér í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/EPA Ráðherra Íhaldsflokksins baðst í dag afsökunar á myndbandi sem sýnir gleðskap í höfuðstöðvum flokksins á meðan strangt samkomubann var í gildi í kórónuveirufaraldrinu. Á myndbandinu sjást flokksmenn drekka og dansa á sama tíma og fólk gat ekki verið með ástvinum á dánarbeði vegna takmarkananna. Dagblaðið Mirror birti myndbandið en það hafði áður komist yfir og birt ljósmyndir úr sama samkvæmi. Það var haldið í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins í London í desember árið 2020. Bretum var þá bannað að koma saman innandyra til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í myndbandinu heyrist maður segja að það sé allt í lagi að taka upp, svo lengi sem myndefninu sé ekki streymt á netinu „að við séum að sveigja reglurnar“. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir gleðskapinn var Shaun Bailey sem var þá í framboði til borgarstjóra London. Hann sést þó ekki á myndbandinu. EXCLUSIVE: First ever Partygate video revealed as Tories drink, dance and laugh at Covid rulespic.twitter.com/vIHbuIqWWf— The Mirror (@DailyMirror) June 17, 2023 Lögreglan rannsakaði viðburðinn eftir að myndir frá honum voru birtar en enginn var sektaður. Íhaldsflokkurinn segist hafa refsað þátttakendum í samkvæminu á sínum tíma. Engu að síður sagðist Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, harma myndbandið í dag. Honum kæmi ekki á óvart að fólk brygðist reitt við því að sjá það. „Þetta er skelfilegt. Mér finnst þetta alls ekki við hæfi. Ég vil bara biðja alla afsökunar, í raun og veru,“ sagði Gove við Sky News í dag. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér sem þingmaður í síðustu viku eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið óheiðarlegur í svörum um veisluhöld íhaldsfólks í faraldrinum. Þá hefði hann tekið þátt í að ógna og grafa undan þingmönnum sem rannsökuðu þau. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Dagblaðið Mirror birti myndbandið en það hafði áður komist yfir og birt ljósmyndir úr sama samkvæmi. Það var haldið í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins í London í desember árið 2020. Bretum var þá bannað að koma saman innandyra til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í myndbandinu heyrist maður segja að það sé allt í lagi að taka upp, svo lengi sem myndefninu sé ekki streymt á netinu „að við séum að sveigja reglurnar“. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir gleðskapinn var Shaun Bailey sem var þá í framboði til borgarstjóra London. Hann sést þó ekki á myndbandinu. EXCLUSIVE: First ever Partygate video revealed as Tories drink, dance and laugh at Covid rulespic.twitter.com/vIHbuIqWWf— The Mirror (@DailyMirror) June 17, 2023 Lögreglan rannsakaði viðburðinn eftir að myndir frá honum voru birtar en enginn var sektaður. Íhaldsflokkurinn segist hafa refsað þátttakendum í samkvæminu á sínum tíma. Engu að síður sagðist Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, harma myndbandið í dag. Honum kæmi ekki á óvart að fólk brygðist reitt við því að sjá það. „Þetta er skelfilegt. Mér finnst þetta alls ekki við hæfi. Ég vil bara biðja alla afsökunar, í raun og veru,“ sagði Gove við Sky News í dag. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér sem þingmaður í síðustu viku eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið óheiðarlegur í svörum um veisluhöld íhaldsfólks í faraldrinum. Þá hefði hann tekið þátt í að ógna og grafa undan þingmönnum sem rannsökuðu þau.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37