Methafarnir Fowler og Schauffele með tveggja högga forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2023 09:31 Þeir Rickie Fowler og Xander Schauffele spiluðu frábært golf á fyrsta degi Opna bandaríska. Keyur Khamar/PGA TOUR via Getty Images Þeir Ricky Fowler og Xander Schauffele eru með tveggja högga forystu eftir fyrsta hring Opna bandaríska risamótsins í golfi, US Open. Báðir kláruðu þeir holurnar 18 á aðein 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler varð fyrsti kylfingurinn í 128 ára sögu mótsins til að klára völlinn á færri en 63 höggum og aðein 22 mínútum síðar gerði Schauffele slíkt hið sama. Það var því ólíklegt að nokkur maður myndi stela toppsætinu á fyrsta hring mótsins, þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum heims ættu eftir að ljúka sér af þegar Fowler og Schauffele höfðu lokið við sína hringi. Þeir voru þó nokkrir sem gerðu atlögu að því. Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Wyndham Clark spiluðu báðir á sex höggum undir pari og þeir Brian Harman og Rory McIlroy kláruðu báðir á fimm höggum undir pari. 🎶 I gotta say, it was a good day. 🎶#USOpen pic.twitter.com/G8zqvempWr— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023 Hins vegar þurfa menn á borð við Jon Rahm, Phil Mickelson og Viktor Hovland að halda vel á spilunum um helgina til að ná efstu mönnum. Þremenningarnir kláruðu allir á einu höggi undir pari í nótt og eru því, ásamt tíu öðrum kylfingum, jafnir í 25. sæti. Stöðuna í heild sinni má sjá á heimasíðu Opna bandaríska með því að smella hér. Opna bandaríska Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Báðir kláruðu þeir holurnar 18 á aðein 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler varð fyrsti kylfingurinn í 128 ára sögu mótsins til að klára völlinn á færri en 63 höggum og aðein 22 mínútum síðar gerði Schauffele slíkt hið sama. Það var því ólíklegt að nokkur maður myndi stela toppsætinu á fyrsta hring mótsins, þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum heims ættu eftir að ljúka sér af þegar Fowler og Schauffele höfðu lokið við sína hringi. Þeir voru þó nokkrir sem gerðu atlögu að því. Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Wyndham Clark spiluðu báðir á sex höggum undir pari og þeir Brian Harman og Rory McIlroy kláruðu báðir á fimm höggum undir pari. 🎶 I gotta say, it was a good day. 🎶#USOpen pic.twitter.com/G8zqvempWr— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023 Hins vegar þurfa menn á borð við Jon Rahm, Phil Mickelson og Viktor Hovland að halda vel á spilunum um helgina til að ná efstu mönnum. Þremenningarnir kláruðu allir á einu höggi undir pari í nótt og eru því, ásamt tíu öðrum kylfingum, jafnir í 25. sæti. Stöðuna í heild sinni má sjá á heimasíðu Opna bandaríska með því að smella hér.
Opna bandaríska Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira