Hraunsfjörður komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2023 14:08 Bleikjur úr Hraunsfirði Hraunsfjörður er veiðisvæði sem margir bíða eftir að fari að gefa enda er sjóbleikjan þaðan alveg frábær matfiskur. Það er þess vegna gleðilegt að heyra að nokkrir veiðimenn sem Veiðivísir hefur heyrt frá eru búnir að vera í fínni veiði í vatninu undanfarna daga þrátt fyrir misjafnar aðstæður. Þeir sem hafa verið duglegastir eru að fá allt að tíu bleikjur yfir daginn og í þessari kjörstærð fyrir bæði pönnuna og í reyk, 45-50 sm bleikjur, feitar og vel haldnar. Mönnum hefur sýnst vera töluvert af bleikju og veiðin hefur verið við báða bakka vatnsins sem er sérstakt á þessum tíma þegar hraunið gefur yfirleitt best. Bleikjan er eins og venjulega mikið að taka flugur með grænu í og þá oft nokkuð neðarlega í vatninu, þá eru menn að nota þyngdar flugur eða sökkenda. Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði
Það er þess vegna gleðilegt að heyra að nokkrir veiðimenn sem Veiðivísir hefur heyrt frá eru búnir að vera í fínni veiði í vatninu undanfarna daga þrátt fyrir misjafnar aðstæður. Þeir sem hafa verið duglegastir eru að fá allt að tíu bleikjur yfir daginn og í þessari kjörstærð fyrir bæði pönnuna og í reyk, 45-50 sm bleikjur, feitar og vel haldnar. Mönnum hefur sýnst vera töluvert af bleikju og veiðin hefur verið við báða bakka vatnsins sem er sérstakt á þessum tíma þegar hraunið gefur yfirleitt best. Bleikjan er eins og venjulega mikið að taka flugur með grænu í og þá oft nokkuð neðarlega í vatninu, þá eru menn að nota þyngdar flugur eða sökkenda.
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði