Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2023 13:15 Bjartur og fallegur lax í gljúfrinu í Laxá í Kjós. Mynd: Laxa í Kjos FB Ef einhver velkist í vafa um það hvað lax getur verið fljótur að ganga upp ána þá eru til nokkur dæmi um þetta ferðalag sem breyta þeirri skoðun. Það er vel þekkt að þegar til dæmis Stóra Laxá opnar á svæði IV eru að veiðast lúsugir laxar þar og vegalengdin sem laxinn þarf að fara frá ósum Ölfusár og upp í Stóru Laxá er líklega um 120-130 kílómetrar og það er alveg glettilega mikið af erfiðum farartálmum á leiðinni. Í Jöklu hafa veiðst lúsugir laxar langt upp í dal, í Víðidalsá fékk veiðifélagi minn einu sinni lúsugan lax í Laxapolli í Fitjá og sá hinn sami maður landaði lúsugum laxi með mér eitt árið í Útfallinu í Soginu sem er efsti veiðistaður. Laxinn fer líklega nokkuð auðveldlega með 100 km leið á tveimur dögum sem sýnir hvað þessi magnaða skepna er öflug. Myndin með fréttinni sýnir nýgengin lax en við sjáum ekki hvort hann er lúsugur eða ekki en þessi mynd er tekin á svæði IV í Laxá í Kjós í morgun, líklega í Pokafossi og að sjá bjartan og fallegan lax í þessu færi gerir ekki annað en að ýta undir spennuna fyrir næsta veiðitúr. Stangveiði Mest lesið Sportveiðiblaðið komið út Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin í Laxá í Ásum heldur áfram að vera frábær Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði
Það er vel þekkt að þegar til dæmis Stóra Laxá opnar á svæði IV eru að veiðast lúsugir laxar þar og vegalengdin sem laxinn þarf að fara frá ósum Ölfusár og upp í Stóru Laxá er líklega um 120-130 kílómetrar og það er alveg glettilega mikið af erfiðum farartálmum á leiðinni. Í Jöklu hafa veiðst lúsugir laxar langt upp í dal, í Víðidalsá fékk veiðifélagi minn einu sinni lúsugan lax í Laxapolli í Fitjá og sá hinn sami maður landaði lúsugum laxi með mér eitt árið í Útfallinu í Soginu sem er efsti veiðistaður. Laxinn fer líklega nokkuð auðveldlega með 100 km leið á tveimur dögum sem sýnir hvað þessi magnaða skepna er öflug. Myndin með fréttinni sýnir nýgengin lax en við sjáum ekki hvort hann er lúsugur eða ekki en þessi mynd er tekin á svæði IV í Laxá í Kjós í morgun, líklega í Pokafossi og að sjá bjartan og fallegan lax í þessu færi gerir ekki annað en að ýta undir spennuna fyrir næsta veiðitúr.
Stangveiði Mest lesið Sportveiðiblaðið komið út Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin í Laxá í Ásum heldur áfram að vera frábær Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði