Óvæntar vendingar á Spáni í dag Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2023 22:30 Fernando Alonso lenti í smá basli á heimavelli á Aston Martin bíl sínum í dag Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Red Bull Racing, verður á rásspól í Spánarkappakstrinum sem fram fer á morgun. Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tímatökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki óvænt tíðindi, miðað við yfirburði Red Bull Racing á yfirstandandi tímabili, þá koma næstu menn á eftir Verstappen úr nokkuð óvæntri átt. Carlos Sainz, ökumaður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tímabili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren. Pierre Gasly, ökumaður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu umferð tímatökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tvígang þvælst fyrir öðrum ökumönnum á hröðum hring. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Racing) og Fernando Alonso (Aston Martin, aðal keppinauta Verstappen í stigakeppni ökumanna er ekki að finna á meðal fremstu manna. Alonso ræsir áttundi en í kjölfar rigningar á brautarsvæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undirvagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu. Perez datt úr leik í tímatökum í annarri umferð. Honum tókst með naumindum að komast áfram úr fyrstu umferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkjagang sinn og mun ræsa ellefti á morgun. Það stefnir því allt í ansi áhugaverðan Formúlu 1 kappakstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfirburði Verstappen á tímabilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kappakstursins. Akstursíþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tímatökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki óvænt tíðindi, miðað við yfirburði Red Bull Racing á yfirstandandi tímabili, þá koma næstu menn á eftir Verstappen úr nokkuð óvæntri átt. Carlos Sainz, ökumaður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tímabili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren. Pierre Gasly, ökumaður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu umferð tímatökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tvígang þvælst fyrir öðrum ökumönnum á hröðum hring. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Racing) og Fernando Alonso (Aston Martin, aðal keppinauta Verstappen í stigakeppni ökumanna er ekki að finna á meðal fremstu manna. Alonso ræsir áttundi en í kjölfar rigningar á brautarsvæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undirvagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu. Perez datt úr leik í tímatökum í annarri umferð. Honum tókst með naumindum að komast áfram úr fyrstu umferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkjagang sinn og mun ræsa ellefti á morgun. Það stefnir því allt í ansi áhugaverðan Formúlu 1 kappakstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfirburði Verstappen á tímabilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kappakstursins.
Akstursíþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira