Fjölgar í hópi leikmanna Man. United sem missa af bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 07:31 Anthony Martial með syni sínum eftir lokaleik Manchester United í deildinni sem var á móti Fulham á Old Trafford . Getty/Ash Donelon Manchester United spilar um næstu helgi stærsta leik sinn á tímabilinu og kannski einn af þeim stærri í sögu félagsins. United mætir þá nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en Manchester liðin eru að mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Wembley. Það er aðeins meira en titill í boði því Manchester City á enn möguleika á að jafna einstakt afrek Manchester United frá 1998-99 tímabilnu þegar United vann þrennuna. An injury update on @AnthonyMartial ahead of Saturday's #FACup final.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 30, 2023 City er orðið enskur meistari og líka komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. United getur tryggt það að United verði áfram eina enska félagið sem hefur unnið þrennuna með sigri í bikarúrslitaleiknum. Það reynir hins vegar á leikmannahópinn því Erik ten Hag hefur horft á eftir mörgum leikmönnum sínum á meiðslalistann. Síðastur til að detta út er franski framherjinn Anthony Martial. Martial tognaði aftan í læri í sigrinum á Fulham og verður ekki leikfær. Hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og aðeins spilað síðustu 23 mínúturnar. Martial hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er með níu mörk í 29 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hjálpa heldur ekki framtíð hans hjá félaginu en Ten Hag mun leita að nýjum framherja í sumar. Martial bætist í hóp þeirra Lisandro Martinez, Donny van de Beek og Marcel Sabitzer sem eru allir meiddir og missa af bikarúrslitaleiknum. Það eru samt vonir um að Brasilíumaðurinn Antony geti spilað leikinn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í sigrinum á Chelsea í síðustu viku. Ökklameiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var. BREAKING: Anthony Martial is out of Saturday s Emirates FA Cup final against Manchester City due to injury. pic.twitter.com/a7tbg8B0Gx— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
United mætir þá nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en Manchester liðin eru að mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Wembley. Það er aðeins meira en titill í boði því Manchester City á enn möguleika á að jafna einstakt afrek Manchester United frá 1998-99 tímabilnu þegar United vann þrennuna. An injury update on @AnthonyMartial ahead of Saturday's #FACup final.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 30, 2023 City er orðið enskur meistari og líka komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. United getur tryggt það að United verði áfram eina enska félagið sem hefur unnið þrennuna með sigri í bikarúrslitaleiknum. Það reynir hins vegar á leikmannahópinn því Erik ten Hag hefur horft á eftir mörgum leikmönnum sínum á meiðslalistann. Síðastur til að detta út er franski framherjinn Anthony Martial. Martial tognaði aftan í læri í sigrinum á Fulham og verður ekki leikfær. Hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og aðeins spilað síðustu 23 mínúturnar. Martial hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er með níu mörk í 29 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hjálpa heldur ekki framtíð hans hjá félaginu en Ten Hag mun leita að nýjum framherja í sumar. Martial bætist í hóp þeirra Lisandro Martinez, Donny van de Beek og Marcel Sabitzer sem eru allir meiddir og missa af bikarúrslitaleiknum. Það eru samt vonir um að Brasilíumaðurinn Antony geti spilað leikinn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í sigrinum á Chelsea í síðustu viku. Ökklameiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var. BREAKING: Anthony Martial is out of Saturday s Emirates FA Cup final against Manchester City due to injury. pic.twitter.com/a7tbg8B0Gx— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira