ÍBV tekur á móti Haukuk í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 19:00 í kvöld þar sem sigurliðið mun lyfta Íslandsmeistaratitlinum í lok leiks. Seinni bylgjan verður að sjálfsögðu á svæðinu og upphitun fyrir leikinn hefst á slaginu klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport áður en þeir félagar mæta aftur til leiks að leik loknum og fara yfir allt það helsta sem gerðist.
Þá eru einnig þrír leikir á dagskrá í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag og í kvöld, en Bestu mörkin hita upp fyrir leikina frá klukkan 16:25 á Stöð 2 Sport 5.
ÍBV tekur svo á móti Tindastóli klukkan 16:50 á Stöð 2 Sport 5 áður en Selfoss og Breiðablik eigast við á sömu rás klukkan 19:05 og Stjarnan tekur á móti Keflavík á sama tíma á hliðarrás Bestu-deildarinnar.
Að lokum er úrslitakeppnin í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í fullum gangi og Gran Canaria tekur á móti Real Madrid klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2.