Ian Wright: Þetta myndi aldrei gerast í karlaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 09:00 Alex Morgan kyssir HM-bikarinn eftir sigur bandaríska landsliðsins á HM 2019. Getty/Jose Breton Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur hótað því að Evrópubúar fái ekki að sjá heimsmeistaramót kvenna í fótbolta í sjónvarpinu í sumar. Ástæðuna segir hann vera nísku sjónvarpsstöðvanna sem vilja ekki borga alvöru upphæðir fyrir réttinn. Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Sjá meira
Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Sjá meira