Sveinn kom heimamönnum yfir eftir rétt rúmlega hálftíma leik áður en Gustaf Lagerbielke tvöfaldaði forystu liðsins fyrir hálfleik.
Það var svo Jeppe Okkels sem rak seinasta naglann í kistu Malmö snemma í síðari hálfleik og niðurstaðan því 3-0 sigur Elfsborg.
Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki, jafn mörg og Malmö sem situr í öðru sæti en með betri markatölu.