Rigningin sló Verstappen ekki út af laginu í Mónakó Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 15:31 Það fær Max Verstappen ekkert stoppað í Formúlu 1 um þessar mundir Vísir/Getty Hollendingurinn Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og liðsmaður Red Bull Racing, bar sigur úr býtum í Mónakó-kappakstrinum sem fram fór í dag. Verstappen bar enn og aftur höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á öfluga Red Bull Racing bílnum. Hann hélt forystu sinni frá upphafi keppninnar og alveg til enda hennar. Á seinni stigum keppninnar fór að rigna og setti það stein í götu margra ökumanna sem áttu erfitt með að halda stjórn á bílum sínum. Rigningin varð ekki til þess að breyta sætaröðun fremstu ökumanna. Verstappen sigldi heim öruggum sigri, Fernando Alonso ökumaður Aston Martin endaði í öðru sæti og Frakkinn Esteban Ocon, ökumaður Alpine tryggði sér sæti á verðlaunapalli með því að enda í þriðja sæti. Forysta Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna stendur nú í 39 stigum en liðsfélagi hans Sergio Perez, sem jafnframt er hans helsti keppinautur, náði ekki að vinna sér inn stig í keppni dagsins eftir að hafa ræst aftastur. Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen bar enn og aftur höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á öfluga Red Bull Racing bílnum. Hann hélt forystu sinni frá upphafi keppninnar og alveg til enda hennar. Á seinni stigum keppninnar fór að rigna og setti það stein í götu margra ökumanna sem áttu erfitt með að halda stjórn á bílum sínum. Rigningin varð ekki til þess að breyta sætaröðun fremstu ökumanna. Verstappen sigldi heim öruggum sigri, Fernando Alonso ökumaður Aston Martin endaði í öðru sæti og Frakkinn Esteban Ocon, ökumaður Alpine tryggði sér sæti á verðlaunapalli með því að enda í þriðja sæti. Forysta Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna stendur nú í 39 stigum en liðsfélagi hans Sergio Perez, sem jafnframt er hans helsti keppinautur, náði ekki að vinna sér inn stig í keppni dagsins eftir að hafa ræst aftastur.
Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira