Ófarir Leclerc halda áfram Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 23:00 Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari Vísir/Getty Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur fengið þriggja sæta refsingu fyrir Mónakó-kappakstur morgundagsins og mun hann því ræsa sjötti á morgun. Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti. Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir. A closer look at the incident between Norris and Leclerc in the tunnel #MonacoGP #F1 pic.twitter.com/uxp1jIRhq1— Formula 1 (@F1) May 27, 2023 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig. Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz. Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing. Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti. Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir. A closer look at the incident between Norris and Leclerc in the tunnel #MonacoGP #F1 pic.twitter.com/uxp1jIRhq1— Formula 1 (@F1) May 27, 2023 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig. Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz. Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing.
Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira