„Samfélagið hætti aldrei að moka“ Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 13:30 Theodór Sigurbjörnsson átti mjög góðan leik í gær og fagnaði innilega með stuðningsmönnum sínum sem fjölmenntu á Ásvelli þó að ekki væri gott í sjóinn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Theodór Sigurbjörnsson rifjaði upp eldgosið í Heimaey þegar hann reyndi að útskýra fyrir sérfræðingunum í Seinni bylgjunni af hverju lið ÍBV virðist alltaf best þegar allt er undir í lok leikja. Eyjamenn komust í gær í 2-0 í einvígi sínu við Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta, með 29-26 sigri, og geta orðið meistarar á heimavelli á föstudagskvöld. Gestunum virtist líða afskaplega vel á lokakaflanum í gær þrátt fyrir að leikurinn væri ansi jafn, og þannig hefur það verið í vor. ÍBV hefur nefnilega enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni. „Þessi leikur er bara sextíu mínútur og við erum ekkert að stressa okkur, sama hvernig staðan er. Þessi vél heldur bara alltaf áfram að malla,“ sagði Theodór sem settist niður með meðlimum Seinni bylgjunnar á Ásvöllum í gær. „Árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Fólk var að moka og moka en aldrei sá högg á vatni. En samfélagið hætti aldrei að moka. Þetta samfélag varð sterkara fyrir vikið og við gefumst aldrei upp. Þetta samfélag er náttúrulega ótrúlegt. Það er eitthvað fárviðri hérna á Suðurlandinu, Herjólfur fer í Þorlákshöfn í skítabrælu, en stúkan er samt kjaftfull. Maður fær bara gæsahúð,“ sagði Theodór en spjallið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Theodór í stuði eftir sigurinn Snýst um að hafa gaman og njóta Theodór skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum í gær en markahæstur var Rúnar Kárason með 11 mörk úr 14 skotum. Theodór tók undir að menn eins og Rúnar og fleiri, sem ekki væru uppaldir í Eyjum, væru orðnir miklir Eyjamenn: „Já, algjörlega. Þú sérð til dæmis Ísak, frábær stemningsmaður. Pavel er náttúrulega eitthvað annað, eins og jóker inni á vellinum. Maður nær stundum ekki sambandi við hann þegar maður er að fá hann út af vellinum, hann er bara úti í horni hoppandi í einhverja hringi. Þetta er bara geggjað lið, vel samstillt og við erum bara flottir.“ Theodór tók jafnframt undir að leikmenn eins og hann, Kári Kristján Kristjánsson og fleiri væru miklir stemningsmenn sem smituðu út frá sér: „Já, algjörlega. Þetta snýst líka bara svolítið um að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera í sportinu. Það eru forréttindi að spila þessa leiki og við eigum að taka allan kraftinn úr stúkunni, vera líflegir og njóta og hafa gaman. Það skiptir ekki máli hvernig staðan er,“ sagði Theodór en viðtalið við hann má sjá allt hér að ofan. Næsti leikur ÍBV og Hauka er í Eyjum á föstudagskvöld klukkan 19:15. Vegleg útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Eyjamenn komust í gær í 2-0 í einvígi sínu við Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta, með 29-26 sigri, og geta orðið meistarar á heimavelli á föstudagskvöld. Gestunum virtist líða afskaplega vel á lokakaflanum í gær þrátt fyrir að leikurinn væri ansi jafn, og þannig hefur það verið í vor. ÍBV hefur nefnilega enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni. „Þessi leikur er bara sextíu mínútur og við erum ekkert að stressa okkur, sama hvernig staðan er. Þessi vél heldur bara alltaf áfram að malla,“ sagði Theodór sem settist niður með meðlimum Seinni bylgjunnar á Ásvöllum í gær. „Árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Fólk var að moka og moka en aldrei sá högg á vatni. En samfélagið hætti aldrei að moka. Þetta samfélag varð sterkara fyrir vikið og við gefumst aldrei upp. Þetta samfélag er náttúrulega ótrúlegt. Það er eitthvað fárviðri hérna á Suðurlandinu, Herjólfur fer í Þorlákshöfn í skítabrælu, en stúkan er samt kjaftfull. Maður fær bara gæsahúð,“ sagði Theodór en spjallið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Theodór í stuði eftir sigurinn Snýst um að hafa gaman og njóta Theodór skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum í gær en markahæstur var Rúnar Kárason með 11 mörk úr 14 skotum. Theodór tók undir að menn eins og Rúnar og fleiri, sem ekki væru uppaldir í Eyjum, væru orðnir miklir Eyjamenn: „Já, algjörlega. Þú sérð til dæmis Ísak, frábær stemningsmaður. Pavel er náttúrulega eitthvað annað, eins og jóker inni á vellinum. Maður nær stundum ekki sambandi við hann þegar maður er að fá hann út af vellinum, hann er bara úti í horni hoppandi í einhverja hringi. Þetta er bara geggjað lið, vel samstillt og við erum bara flottir.“ Theodór tók jafnframt undir að leikmenn eins og hann, Kári Kristján Kristjánsson og fleiri væru miklir stemningsmenn sem smituðu út frá sér: „Já, algjörlega. Þetta snýst líka bara svolítið um að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera í sportinu. Það eru forréttindi að spila þessa leiki og við eigum að taka allan kraftinn úr stúkunni, vera líflegir og njóta og hafa gaman. Það skiptir ekki máli hvernig staðan er,“ sagði Theodór en viðtalið við hann má sjá allt hér að ofan. Næsti leikur ÍBV og Hauka er í Eyjum á föstudagskvöld klukkan 19:15. Vegleg útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira