Logi Geirs ætlar að mæta til Eyja í þyrlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 09:01 Logi Geirsson verður í hóp Seinni bylgju manna í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldið en ferðast aðeins öðruvísi. Samsett/Getty/S2 Eyjamenn geta orðið Íslandsmeistarar í handbolta karla á föstudaginn og þá unnið titilinn í fyrsta sinn á heimavelli. Í hin tvö skiptin hefur Eyjaliðið sótt Íslandsbikarinn til Hafnarfjarðar en nú geta þeir lyft honum út í Vestmannaeyjum. Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var á leiknum á Ásvöllum í gærkvöldi og hann verður líka í Eyjum á föstudagskvöldið. Hann vakti athygli á því eftir leikinn í gær hvernig hann ætlar að mæta til Vestmannaeyja að þessu sinni. „Strákar, ÍBV er bara einum leik frá því að sópa úrslitakeppninni,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í setti Seinni bylgjunnar eftir leik. „Fara taplausir í gegnum hana. Það er rosalegt. Ég er að fara á föstudaginn og með þyrlu. Á ég ekki að taka bikarinn með mér í leiðinni,“ spurði Logi Geirsson léttur. „Fæ ég að koma með,“ spurðu Arnar Daði þá strax. „Já, það er pláss. Þórður Gunnþórs, þyrluflugmaður, sem er vinur minn ætlar að fljúga mér yfir en svo fer ég með ykkur heim,“ sagði Logi. „Ég er ekki að fara um borð í Herjólf, alla vega ekki frá Þorlákshöfn. Aldrei aftur á minni lífsleið fer ég frá Þorlákshöfn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann og starfsmenn Stöðvar tvö þurftu að sigla til Þorlákshafnar eftir fyrsta leikinn og það í slæmum sjó. Stöð 2 Sport verður að sjálfsögðu í Eyjum á föstudaginn og það er spurning hvort áhorfendur fái mynd af því þegar Logi mætir á þyrlunni. Hér fyrir neðan má sjá strákana kveðja í gær og auglýsa líka áhugaverðan fyrirlestur hjá Þóri Hergeirssyni þjálfara heims- og Evrópumeistara Noregs. Klippa: Seinni bylgjan: Logi um ferðalagið til Eyja Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var á leiknum á Ásvöllum í gærkvöldi og hann verður líka í Eyjum á föstudagskvöldið. Hann vakti athygli á því eftir leikinn í gær hvernig hann ætlar að mæta til Vestmannaeyja að þessu sinni. „Strákar, ÍBV er bara einum leik frá því að sópa úrslitakeppninni,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í setti Seinni bylgjunnar eftir leik. „Fara taplausir í gegnum hana. Það er rosalegt. Ég er að fara á föstudaginn og með þyrlu. Á ég ekki að taka bikarinn með mér í leiðinni,“ spurði Logi Geirsson léttur. „Fæ ég að koma með,“ spurðu Arnar Daði þá strax. „Já, það er pláss. Þórður Gunnþórs, þyrluflugmaður, sem er vinur minn ætlar að fljúga mér yfir en svo fer ég með ykkur heim,“ sagði Logi. „Ég er ekki að fara um borð í Herjólf, alla vega ekki frá Þorlákshöfn. Aldrei aftur á minni lífsleið fer ég frá Þorlákshöfn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann og starfsmenn Stöðvar tvö þurftu að sigla til Þorlákshafnar eftir fyrsta leikinn og það í slæmum sjó. Stöð 2 Sport verður að sjálfsögðu í Eyjum á föstudaginn og það er spurning hvort áhorfendur fái mynd af því þegar Logi mætir á þyrlunni. Hér fyrir neðan má sjá strákana kveðja í gær og auglýsa líka áhugaverðan fyrirlestur hjá Þóri Hergeirssyni þjálfara heims- og Evrópumeistara Noregs. Klippa: Seinni bylgjan: Logi um ferðalagið til Eyja
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira