Mamman og systirin í tvískiptum treyjum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 09:01 Andri Már og Sigtryggur Daði Rúnarssynir með systur sinni, Evu Ingibjörgu og mömmu sinni Heiðu Erlingsdóttur. Twitter/@andrimarrunars Tilfinningarnar verða eflaust blendnar, sama hvernig fer, hjá fjölskyldu bræðranna Sigtryggs Daða og Andra Más í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Bræðurnir mættust á laugardag í fyrsta leik einvígisins en Sigtryggur Daði er leikmaður ÍBV á meðan að Andri Már spilar með Haukum sem urðu að sætta sig við tap í Eyjum, 33-27. Á meðal áhorfenda á leiknum voru Heiða Erlingsdóttir, móðir bræðranna og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, og Eva Ingibjörg systir þeirra. Faðirinn, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig í þýsku 1. deildinni eftir að hafa verið fenginn þangað frá Haukum í nóvember. Klæðnaður mæðgnanna vakti athygli en þær voru í tvískiptum treyjum, það er að segja hálfri Haukatreyju og hálfri ÍBV-treyju. Á Twitter þakkar Andri íþróttafréttakonunni Svövu Kristínu Gretarsdóttur fyrir treyjurnar sem hafði veg og vanda af því að útvega treyjurnar. Takk fyrir treyjurnar @SvavaGretars pic.twitter.com/1z4wxTlGuS— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) May 21, 2023 Þó að Sigtryggur hafi fagnað sigri í leiknum á laugardaginn þá var yngri bróðir hans í umtalsvert stærra hlutverki í leiknum. Sigtryggur lét nægja að skora eitt mark úr tveimur skotum en Andri var annar af markahæstu mönnum Hauka með átta mörk úr 14 skotum. Liðin mætast næst á Ásvöllum á morgun klukkan 18 og svo í Eyjum á föstudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Komi til fjórða leiks verður hann næsta mánudag og mögulegur oddaleikur er dagsettur miðvikudaginn 31. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Bræðurnir mættust á laugardag í fyrsta leik einvígisins en Sigtryggur Daði er leikmaður ÍBV á meðan að Andri Már spilar með Haukum sem urðu að sætta sig við tap í Eyjum, 33-27. Á meðal áhorfenda á leiknum voru Heiða Erlingsdóttir, móðir bræðranna og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, og Eva Ingibjörg systir þeirra. Faðirinn, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig í þýsku 1. deildinni eftir að hafa verið fenginn þangað frá Haukum í nóvember. Klæðnaður mæðgnanna vakti athygli en þær voru í tvískiptum treyjum, það er að segja hálfri Haukatreyju og hálfri ÍBV-treyju. Á Twitter þakkar Andri íþróttafréttakonunni Svövu Kristínu Gretarsdóttur fyrir treyjurnar sem hafði veg og vanda af því að útvega treyjurnar. Takk fyrir treyjurnar @SvavaGretars pic.twitter.com/1z4wxTlGuS— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) May 21, 2023 Þó að Sigtryggur hafi fagnað sigri í leiknum á laugardaginn þá var yngri bróðir hans í umtalsvert stærra hlutverki í leiknum. Sigtryggur lét nægja að skora eitt mark úr tveimur skotum en Andri var annar af markahæstu mönnum Hauka með átta mörk úr 14 skotum. Liðin mætast næst á Ásvöllum á morgun klukkan 18 og svo í Eyjum á föstudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Komi til fjórða leiks verður hann næsta mánudag og mögulegur oddaleikur er dagsettur miðvikudaginn 31. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira