Baðst afsökunar á blóti Haalands í fögnuðinum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 08:30 Erling Haaland með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Englandsmeistari í fyrstu tilraun. Getty/Tom Flathers Erling Haaland stalst til að trufla sigurviðtal á Sky Sports í meistarafögnuði Manchester City á Etihad-leikvanginum í gær, til að lýsa yfir aðdáun á liðsfélaga sínum Jack Grealish. Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira