Þrír efstir og jafnir eftir tvo daga á PGA Meistaramótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:01 Viktor Hovland er einn þriggja kylfinga í efsta sæti á PGA meistaramótinu sem fram fer í Rochester í New York. Vísir/Getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir á PGA meistaramótinu í golfi að loknum tveimur dögum. Jon Rahm, Justin Thomas og Jordan Spieth rétt sluppu við niðurskurðinn. Þeir Scottie Scheffler, Viktor Hovland og Corey Conners eru þrír efstir og jafnir á fimm höggum undir pari eftir tvo daga á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer á Oak Hill vellinum í Rochester. Scheffler lék á tveimur höggum undir pari í gær líkt og Conners en Hovland lék á þremur undir. Bruce Koepka lék best allra í gær á fjórum höggum undir pari og er ásamt Callum Tarren í sjötta sæti mótsins. Þar á milli eru Bandaríkjamennirnir Justin Suh og Bryan DeChambeau á þremur undir pari. Suh. Dude knows how to putt. #PGAChamp pic.twitter.com/ZCS9VmjZqp— PGA Championship (@PGAChampionship) May 19, 2023 Rory McIlroy er ekki langt undan en hann lék á einu undir í gær og er á pari samtals. Nokkur stór nöfn voru nálægt því að missa af niðurskurðinum en Jon Rahm var fyrir neðan niðurskurðarlínuna þegar hann átti sex holur eftir en náði þá þremur fuglum í röð og bjargaði sér. Justin Thomas, sem á titil að verja á mótinu, fór síðustu holuna á einu yfir pari en rétt slapp við niðurskurð líkt og Jordan Spieth sem bjargaði pari úr glompu á síðustu holunni. Rahm, Thomas og Spieth eru allir á fimm höggum yfir pari. Every major champion crowned at Oak Hill was among the Top-3 on the leaderboard at the end of Round 2.Will the streak continue?#PGAChamp pic.twitter.com/wXgKp0d8H2— PGA Championship (@PGAChampionship) May 20, 2023 Á meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru Si Woo-Kim, Alex Norén og Matt Kuchar. Mótið heldur áfram í dag en bein útsending frá því hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:00. PGA-meistaramótið Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þeir Scottie Scheffler, Viktor Hovland og Corey Conners eru þrír efstir og jafnir á fimm höggum undir pari eftir tvo daga á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer á Oak Hill vellinum í Rochester. Scheffler lék á tveimur höggum undir pari í gær líkt og Conners en Hovland lék á þremur undir. Bruce Koepka lék best allra í gær á fjórum höggum undir pari og er ásamt Callum Tarren í sjötta sæti mótsins. Þar á milli eru Bandaríkjamennirnir Justin Suh og Bryan DeChambeau á þremur undir pari. Suh. Dude knows how to putt. #PGAChamp pic.twitter.com/ZCS9VmjZqp— PGA Championship (@PGAChampionship) May 19, 2023 Rory McIlroy er ekki langt undan en hann lék á einu undir í gær og er á pari samtals. Nokkur stór nöfn voru nálægt því að missa af niðurskurðinum en Jon Rahm var fyrir neðan niðurskurðarlínuna þegar hann átti sex holur eftir en náði þá þremur fuglum í röð og bjargaði sér. Justin Thomas, sem á titil að verja á mótinu, fór síðustu holuna á einu yfir pari en rétt slapp við niðurskurð líkt og Jordan Spieth sem bjargaði pari úr glompu á síðustu holunni. Rahm, Thomas og Spieth eru allir á fimm höggum yfir pari. Every major champion crowned at Oak Hill was among the Top-3 on the leaderboard at the end of Round 2.Will the streak continue?#PGAChamp pic.twitter.com/wXgKp0d8H2— PGA Championship (@PGAChampionship) May 20, 2023 Á meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru Si Woo-Kim, Alex Norén og Matt Kuchar. Mótið heldur áfram í dag en bein útsending frá því hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:00.
PGA-meistaramótið Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira