Handbolti

Svona braut Gísli ökklann

Sindri Sverrisson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson svekktur eftir að hafa fengið silfur í þýsku bikarkeppninni, eftir hreint ótrúlegan úrslitaleik gegn Rhein-Neckar Löwen. Nú er tímabilinu lokið hjá honum, vegna meiðsla.
Gísli Þorgeir Kristjánsson svekktur eftir að hafa fengið silfur í þýsku bikarkeppninni, eftir hreint ótrúlegan úrslitaleik gegn Rhein-Neckar Löwen. Nú er tímabilinu lokið hjá honum, vegna meiðsla. Getty/Martin Rose

Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Gísli stóð vörnina í leik gegn Wisla Plock þegar ökklinn brotnaði, samkvæmt frétt á heimasíðu Magdeburg. Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað um miðjan fyrri hálfleik.

Þar með eru tveir af bestu sóknarmönnum Magdeburgar og þýsku deildarinnar, Gísli og Ómar Ingi Magnússon, báðir úr leik vegna meiðsla.

Danski línumaðurinn Magnus Saugstrup er einnig meiddur, og þeir Philipp Weber og Oscar Bergendahl meiddust líkt og Gísli í leiknum á miðvikudag.

Útlitið er því afar slæmt hjá Magdeburg sem enn er í baráttu um sigur í þýsku deildinni og nálægt sæti í Final Four í Meistaradeildinni, eftir 22-22 jafnteflið við Wisla Plock á útivelli.

Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburg, segir á heimasíðu félagsins að það sé lítil huggun í því í augnablikinu að vita að leikmennirnri ættu allir að vera klárir í slaginn þegar ný leiktíð hefst í haust, en það sé þó gott til þess að vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×