Döhler sýndi miklar tilfinningar í leikslok: „Algjör gullmoli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 09:31 Tryggvi Rafnsson hjálpar niðurbrotnum Phil Döhler til búningsklefa eftir leikinn. Vísir/Vilhelm Phil Döhler lék líklegast sinn síðasta leik fyrir FH í fyrrakvöld þegar liðið datt út úr undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Döhler hefur verið í FH frá árinu 2019 en er nú á leiðinni út. Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler Olís-deild karla FH Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler
Olís-deild karla FH Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira