Handbolti

Sigursteinn: Viðbjóðslega svekkjandi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sigursteinn Arndal var auðvitað svekktur eftir hrun FH í Eyjum í dag.
Sigursteinn Arndal var auðvitað svekktur eftir hrun FH í Eyjum í dag. Vísir/Hulda Margrét

Sigursteinn Arndal var eðlilega mjög svekktur eftir ótrúlegt tap í öðrum leik liðanna en FH voru betri aðilinn meginhluta leiksins.

„Við vorum mjög góðir í fjörtíu og fimm, fimmtíu mínútur en það er ekki nóg. Þetta var bara algjört klúður. Mögulega vantaði lausnir frá mér. Við fengum fullt af færum en nýtum þau illa. Við höfum séð svona spíral áður þegar hlutirnir byrja að ganga svona. Viðbjóðslega svekkjandi.“

Eftir tapið eru FH 2-0 undir í einvíginu.

„Við skjótum illa. Það kemur eitthvað panic yfir okkur sem er ekki nógu gott. Nú er bara verkefnið þetta þó það sé ógeðslega erfitt þá er algjör skylda okkar að taka þessa góðu hluti og mæta með þá og við þurfum að sjálfsögðu að læra af mistökum þessa leiks.“

„Þetta er staðan og við vitum að það þarf að vinna þrjá leiki. Byrjum á að vinna einn og við getum tekið það þaðan“” sagði svekktur Sigursteinn kokhraustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×