Víkingar tryggðu sig upp í Olís deildina með mögnuðum sigri Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 15:39 Víkingar höfðu betur gegn Fjölni í umspili um laust sæti í Olís deild karla FACEBOOKSÍÐA FJÖLNIS/ÞORGILS G Víkingur Reykjavík mun spila í Olís deild karla á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir spennuþrunginn eins marks sigur liðsins, 23-22, í oddaleik gegn Fjölni í umspili liðanna um laust sæti í deildinni. Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk
Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira