Endaði tilfinningalega tómur og ætlar sér að skemma partýið Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 11:46 Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta Mynd: Fjölnir Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta, segist hafa verið tilfinningalega tómur eftir síðasta leik liðsins í hörðu einvígi gegn Víkingi Reykjavík á dögunum. Fram undan er stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa. Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan: Fjölnir Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan:
Fjölnir Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira