Sjaldséð mistök meistarans setja hann í krefjandi stöðu fyrir kvöldið Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 10:31 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Það hefur teiknast upp afar athyglisverð staða fyrir komandi Formúlu 1 kappakstur kvöldsins í Miami. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari mótaraðarinnar og ökumaður Red Bull Racing, ræsir níundi eftir ótrúlegan endi á tímatökum gærdagsins. Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez, hafa verið í algjörum sérklassa á yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Perez ræsir á ráspól í dag og hefur tækifæri til þess að minnka bilið á milli hans og Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna. Það ber þó ekki að afskrifa Verstappen í keppni kvöldsins, hann hefur áður sýnt mátt sinn og meginn og unnið sigra þrátt fyrir að hefja keppni aftarlega. Það er hið minnsta hans markmið fyrir keppni kvöldsins að ná hið minnsta öðru sæti. „Ég ætla mér á verðlaunapall,“ sagði Verstappen í viðtali við Sky Sports eftir tímatöku gærdagsins. „Ég vil hins vegar vinna og því er þetta ekki ákjósanleg staða, sigur er ekki ómögulegur en þetta verður ekki auðvelt.“ Liðsfélagarnir Sergio Perez og Max Verstappen ræða málin eftir tímatöku gærdagsinsVísir/Getty Það voru upphaflega mistök frá Verstappen, sem hafði sett besta tíma í fyrstu tveimur umferðum tímatökunnar í gær, sem urðu til þess að á endanum að hann náði ekki að setja tíma í þriðju umferð. Það voru nefnilegast mistök frá Charles Leclerc, ökumanni Ferrari, undir lok tímatökunnar sem sá til þess að bíll hans endaði utan brautar og skall á öryggisvegg. Rauðu flaggi var veifað og tímatökunum hætt og því giltu þeir tímar sem búið var að setja . Miðað við kraftinn sem býr í bíl Red Bull Racing á þessu tímabili mega teljast góðar líkur á því að Verstappen geti unnið sig upp í 2. sæti keppninnar í kvöld. Hann mun hins vegar þurfa að skáka liðsfélaganum á leiðinni að fyrsta sætinu og því verður afar forvitnilegt að fylgjast með keppni kvöldsins. Eins og staðan er núna situr Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna með 93 stig, sex stigum á eftir honum situr Sergio Perez í 2. sæti stigakeppninnar. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin er svo í 3. sæti með 60 stig en hann ræsir annar í keppni kvöldsins. Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez, hafa verið í algjörum sérklassa á yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Perez ræsir á ráspól í dag og hefur tækifæri til þess að minnka bilið á milli hans og Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna. Það ber þó ekki að afskrifa Verstappen í keppni kvöldsins, hann hefur áður sýnt mátt sinn og meginn og unnið sigra þrátt fyrir að hefja keppni aftarlega. Það er hið minnsta hans markmið fyrir keppni kvöldsins að ná hið minnsta öðru sæti. „Ég ætla mér á verðlaunapall,“ sagði Verstappen í viðtali við Sky Sports eftir tímatöku gærdagsins. „Ég vil hins vegar vinna og því er þetta ekki ákjósanleg staða, sigur er ekki ómögulegur en þetta verður ekki auðvelt.“ Liðsfélagarnir Sergio Perez og Max Verstappen ræða málin eftir tímatöku gærdagsinsVísir/Getty Það voru upphaflega mistök frá Verstappen, sem hafði sett besta tíma í fyrstu tveimur umferðum tímatökunnar í gær, sem urðu til þess að á endanum að hann náði ekki að setja tíma í þriðju umferð. Það voru nefnilegast mistök frá Charles Leclerc, ökumanni Ferrari, undir lok tímatökunnar sem sá til þess að bíll hans endaði utan brautar og skall á öryggisvegg. Rauðu flaggi var veifað og tímatökunum hætt og því giltu þeir tímar sem búið var að setja . Miðað við kraftinn sem býr í bíl Red Bull Racing á þessu tímabili mega teljast góðar líkur á því að Verstappen geti unnið sig upp í 2. sæti keppninnar í kvöld. Hann mun hins vegar þurfa að skáka liðsfélaganum á leiðinni að fyrsta sætinu og því verður afar forvitnilegt að fylgjast með keppni kvöldsins. Eins og staðan er núna situr Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna með 93 stig, sex stigum á eftir honum situr Sergio Perez í 2. sæti stigakeppninnar. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin er svo í 3. sæti með 60 stig en hann ræsir annar í keppni kvöldsins.
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti